Frá rafmynt til gervigreindar Valur Ægisson skrifar 30. ágúst 2024 11:33 Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Nýir samningar við gagnaver um forgangsorku eru aðeins fyrir hátæknistarfsemi. Landsvirkjun hefur þannig stutt við gagnaverin í þessum umbreytingarfasa en hátækniiðnaður notar almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla. Þrátt fyrir það eru efnahagsleg umsvif gagnaveranna að aukast, því fjárfesting í hátæknistarfsemi er allt að 10 sinnum meiri á hvert MW en í rafmyntum. Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og öpp eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi. Hagnaður af rafmyntum dregist saman Breska dagblaðið Financial Times fjallaði um gagnaver í grein nú í júlí. Þar kom fram að hagnaður af rafmyntavinnslu hafi dregist mjög saman að undanförnu. Þau gagnaver sem mest hafi stundað slíka vinnslu leiti nú logandi ljósi að nýjum viðskiptavinum. Þar hafi þeim t.d. orðið nokkuð ágengt meðal þeirra sem þurfa mikla vinnslugetu fyrir gervigreindarforrit sín. Haft er eftir forstjóra Core Scientific, eins stærsta rafmyntavinnslufyrirtækis heims, að þar á bæ sækist menn stíft eftir samstarfi á sviði gervigreindar. Þá kemur fram í greininni að helstu tæknirisar heims, þar á meðal Microsoft, Google og Amazon, áformi að verja háum fjárhæðum til að byggja upp vinnslugetu fyrir gervigreind. Yfirleitt taki 3-5 ár að byggja öflugt gagnaver frá grunni. Sú mikla eftirspurn sem nú sé eftir vinnslugetu auki verðmæti þeirra fyrirtækja sem hafi aðgang að ódýrri orku. Orkusalan minnkað um helming Raforkusala Landsvirkjunar til gagnaveranna sem starfa hérlendis hefur dregist saman um helming undanfarin misseri og er nú svipuð og hún var árið 2020. Þegar slaki var í kerfinu vegna Covid-19 og minni nýtingar stórnotenda á langtímasamningum kom sér vel að vera með viðskiptavini með sveigjanlega starfsemi sem gátu nýtt tímabundna umframorku í kerfinu sem annars hefði runnið ónýtt til sjávar. Framþróun í gagnaversstarfsemi hefur hins vegar aukið þörf gagnavera á miklu afhendingaröryggi og því hefur eftirspurn þeirra eftir forgangsorku aukist umfram það sem hægt er að mæta. Landsvirkjun hefur undanfarið endursamið við hluta gagnaveranna hérlendis þar sem þau hafa fært sig yfir á forgangsorku vegna þessarar þróunar. Raforkukerfið er fullselt og ekki von á auknu framboði fyrr en Búrfellslundur verður gangsettur síðla árs 2026 – ef allt gengur að óskum. Vegna þessa hefur Landsvirkjun forgangsraðað áherslum í orkusölu til næstu ára. Í forgangi er m.a. að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, til dæmis í gagnaverum. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rafmyntir Gervigreind Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Nýir samningar við gagnaver um forgangsorku eru aðeins fyrir hátæknistarfsemi. Landsvirkjun hefur þannig stutt við gagnaverin í þessum umbreytingarfasa en hátækniiðnaður notar almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla. Þrátt fyrir það eru efnahagsleg umsvif gagnaveranna að aukast, því fjárfesting í hátæknistarfsemi er allt að 10 sinnum meiri á hvert MW en í rafmyntum. Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og öpp eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi. Hagnaður af rafmyntum dregist saman Breska dagblaðið Financial Times fjallaði um gagnaver í grein nú í júlí. Þar kom fram að hagnaður af rafmyntavinnslu hafi dregist mjög saman að undanförnu. Þau gagnaver sem mest hafi stundað slíka vinnslu leiti nú logandi ljósi að nýjum viðskiptavinum. Þar hafi þeim t.d. orðið nokkuð ágengt meðal þeirra sem þurfa mikla vinnslugetu fyrir gervigreindarforrit sín. Haft er eftir forstjóra Core Scientific, eins stærsta rafmyntavinnslufyrirtækis heims, að þar á bæ sækist menn stíft eftir samstarfi á sviði gervigreindar. Þá kemur fram í greininni að helstu tæknirisar heims, þar á meðal Microsoft, Google og Amazon, áformi að verja háum fjárhæðum til að byggja upp vinnslugetu fyrir gervigreind. Yfirleitt taki 3-5 ár að byggja öflugt gagnaver frá grunni. Sú mikla eftirspurn sem nú sé eftir vinnslugetu auki verðmæti þeirra fyrirtækja sem hafi aðgang að ódýrri orku. Orkusalan minnkað um helming Raforkusala Landsvirkjunar til gagnaveranna sem starfa hérlendis hefur dregist saman um helming undanfarin misseri og er nú svipuð og hún var árið 2020. Þegar slaki var í kerfinu vegna Covid-19 og minni nýtingar stórnotenda á langtímasamningum kom sér vel að vera með viðskiptavini með sveigjanlega starfsemi sem gátu nýtt tímabundna umframorku í kerfinu sem annars hefði runnið ónýtt til sjávar. Framþróun í gagnaversstarfsemi hefur hins vegar aukið þörf gagnavera á miklu afhendingaröryggi og því hefur eftirspurn þeirra eftir forgangsorku aukist umfram það sem hægt er að mæta. Landsvirkjun hefur undanfarið endursamið við hluta gagnaveranna hérlendis þar sem þau hafa fært sig yfir á forgangsorku vegna þessarar þróunar. Raforkukerfið er fullselt og ekki von á auknu framboði fyrr en Búrfellslundur verður gangsettur síðla árs 2026 – ef allt gengur að óskum. Vegna þessa hefur Landsvirkjun forgangsraðað áherslum í orkusölu til næstu ára. Í forgangi er m.a. að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, til dæmis í gagnaverum. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun