Er allt í gulu í þínum skóla? Snæfríður Jóhannesdóttir skrifar 1. september 2024 08:02 Sjálfsvíg eru alþjóðlegt geðheilbrigðisvandamál. Á hverju ári deyja um 700.000 einstaklingar af völdum sjálfsvíga á heimsvísu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á Íslandi missum við árlega að meðaltali 39 einstaklinga vegna sjálfsvíga. Hvert sjálfsvíg er mikill harmleikur sem hefur gífurleg áhrif á fjölskyldur og samfélög – ekki síst vegna sorgarinnar sem situr eftir. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Forvarnir gegn sjálfsvígum er viðvarandi forgangsverkefni í lýðheilsu sem mikilvægt er að allt samfélagið vinni saman að. Árið 2023 var eitt helsta markmið samvinnunnar að vekja fólk til umhugsunar um andlega líðan samstarfsmanna á vinnustöðum og hvetja fólk til þess að huga að samstarfsfólki sínu. Lögð var áhersla á slagorðið: ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ Þetta árið leggur samvinnuverkefnið Gulur september áherslu á ungmenni. Slagorðið í ár er: ,,Er allt í gulu í þínum skóla?“ Sjálfsvíg er fjórða algengasta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára á heimsvísu. Hlutfallið er hærra meðal drengja en stúlkna. Samfélagsmiðlar spila sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi ungmenna sem er í réttu hlutfalli við aukna netnotkun þess hóps síðasta áratuginn. Veraldarvefnum fylgja vandamál sem hafa mikil áhrif á andlega heilsu ungmenna. Eitt þeirra vandamála er neteinelti sem veldur mikilli vanlíðan hjá ungmennum og getur leitt til sjálfsvígshugsana. Netfíkn getur einnig leitt til kvíða, þunglyndis, einangrunar og að endingu sjálfsvígshugsana. Dæmi um aðra þætti sem stuðla að sjálfsvígum ungmenna eru áföll, notkun hugbreytandi efna, geðræn veikindi, forsaga tengd sjálfsvígum, skyndilegur missir ástvinar, félagsleg höfnun, félagsleg einangrun og jaðarsetning. Mikilvægt er að vekja fólk til vitundar um það að hve upphaf ævi fólks ræður miklu um andlega heilsu þess út lífið. Rannsóknir í taugavísindum sýna að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna hafa varanleg áhrif á framtíðarheilbrigði barna. Þess vegna er það svo aðkallandi að sinna andlegri heilsu og um leið sjálfsvígsforvörnum, allt frá frá meðgöngu einstaklinga og ævi þeirra á enda. Vanræksla og ofbeldi hafa áhrif á efnaskipti og mótun heila barna og getur leitt til skertrar sjálfsmyndar, tengslavanda og hegðunar- og námserfiðleika sem getur leitt til vanlíðunar, þunglyndis og geðraskana. Börn og unglingar þurfa viðunandi stuðning, ekki síst þau sem ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Verndandi þættir gegn sjálfsvígum eru meðal annars jákvæð sjálfsmynd, félagsleg tengsl, umhyggja og stuðningur. Enda þótt uppeldi eitt og sér geti ekki tryggt andlega heilsu ungmenna, þá sýna rannsóknir að ástríki og umhyggja við uppeldi barna stuðlar að bættu andlegu heilbrigði barnsins og skapar mikilvæg langvarandi tilfinningatengsl. Rannsóknir sýna einnig að góð mæting og þátttaka í skóla dragi úr sjálfsvígshugsunum hjá börnum. Sjálfsvígsforvarnaráætlanir sem fylgt er sýna að slík vinna hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði, félagslega aðlögun og viðhorf fólks sem um leið dregur úr hættu á sjálfsvígum. Mikilvægt er að efla enn frekar heilsueflingu og sjálfsvígsforvarnir með víðtækum og fjölþættum sjálfsvígsforvarnaáætlunum. Sjálfsvígsforvarnir krefjast samhæfingar og samvinnu mismunandi aðila og stofnana svo sem skóla, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og viðbragðsaðila. Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september; dagur sem við köllum gula daginn því gulur er litur sjálfsvígsforvarna. Markmið dagsins er að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum og um leið minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Við skulum sýna hug í verki þann 10. september með því klæðast gulum klæðum og bjóða upp á gular veitingar. Við skulum svo taka myndir af gulu stemmningunni og deila myndunum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá geðþjónustu Landspítala. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á u pplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsvíg eru alþjóðlegt geðheilbrigðisvandamál. Á hverju ári deyja um 700.000 einstaklingar af völdum sjálfsvíga á heimsvísu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á Íslandi missum við árlega að meðaltali 39 einstaklinga vegna sjálfsvíga. Hvert sjálfsvíg er mikill harmleikur sem hefur gífurleg áhrif á fjölskyldur og samfélög – ekki síst vegna sorgarinnar sem situr eftir. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Forvarnir gegn sjálfsvígum er viðvarandi forgangsverkefni í lýðheilsu sem mikilvægt er að allt samfélagið vinni saman að. Árið 2023 var eitt helsta markmið samvinnunnar að vekja fólk til umhugsunar um andlega líðan samstarfsmanna á vinnustöðum og hvetja fólk til þess að huga að samstarfsfólki sínu. Lögð var áhersla á slagorðið: ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ Þetta árið leggur samvinnuverkefnið Gulur september áherslu á ungmenni. Slagorðið í ár er: ,,Er allt í gulu í þínum skóla?“ Sjálfsvíg er fjórða algengasta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára á heimsvísu. Hlutfallið er hærra meðal drengja en stúlkna. Samfélagsmiðlar spila sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi ungmenna sem er í réttu hlutfalli við aukna netnotkun þess hóps síðasta áratuginn. Veraldarvefnum fylgja vandamál sem hafa mikil áhrif á andlega heilsu ungmenna. Eitt þeirra vandamála er neteinelti sem veldur mikilli vanlíðan hjá ungmennum og getur leitt til sjálfsvígshugsana. Netfíkn getur einnig leitt til kvíða, þunglyndis, einangrunar og að endingu sjálfsvígshugsana. Dæmi um aðra þætti sem stuðla að sjálfsvígum ungmenna eru áföll, notkun hugbreytandi efna, geðræn veikindi, forsaga tengd sjálfsvígum, skyndilegur missir ástvinar, félagsleg höfnun, félagsleg einangrun og jaðarsetning. Mikilvægt er að vekja fólk til vitundar um það að hve upphaf ævi fólks ræður miklu um andlega heilsu þess út lífið. Rannsóknir í taugavísindum sýna að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna hafa varanleg áhrif á framtíðarheilbrigði barna. Þess vegna er það svo aðkallandi að sinna andlegri heilsu og um leið sjálfsvígsforvörnum, allt frá frá meðgöngu einstaklinga og ævi þeirra á enda. Vanræksla og ofbeldi hafa áhrif á efnaskipti og mótun heila barna og getur leitt til skertrar sjálfsmyndar, tengslavanda og hegðunar- og námserfiðleika sem getur leitt til vanlíðunar, þunglyndis og geðraskana. Börn og unglingar þurfa viðunandi stuðning, ekki síst þau sem ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Verndandi þættir gegn sjálfsvígum eru meðal annars jákvæð sjálfsmynd, félagsleg tengsl, umhyggja og stuðningur. Enda þótt uppeldi eitt og sér geti ekki tryggt andlega heilsu ungmenna, þá sýna rannsóknir að ástríki og umhyggja við uppeldi barna stuðlar að bættu andlegu heilbrigði barnsins og skapar mikilvæg langvarandi tilfinningatengsl. Rannsóknir sýna einnig að góð mæting og þátttaka í skóla dragi úr sjálfsvígshugsunum hjá börnum. Sjálfsvígsforvarnaráætlanir sem fylgt er sýna að slík vinna hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði, félagslega aðlögun og viðhorf fólks sem um leið dregur úr hættu á sjálfsvígum. Mikilvægt er að efla enn frekar heilsueflingu og sjálfsvígsforvarnir með víðtækum og fjölþættum sjálfsvígsforvarnaáætlunum. Sjálfsvígsforvarnir krefjast samhæfingar og samvinnu mismunandi aðila og stofnana svo sem skóla, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og viðbragðsaðila. Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september; dagur sem við köllum gula daginn því gulur er litur sjálfsvígsforvarna. Markmið dagsins er að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum og um leið minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Við skulum sýna hug í verki þann 10. september með því klæðast gulum klæðum og bjóða upp á gular veitingar. Við skulum svo taka myndir af gulu stemmningunni og deila myndunum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá geðþjónustu Landspítala. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á u pplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar