Kærir UEFA fyrir að nota nýja keppnisfyrirkomulagið án leyfis Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 22:17 Dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag. UEFA Síleskur íþróttafræðingur hefur kært evrópska knattspyrnusambandið UEFA fyrir að nota keppnisfyrirkomulag sem hann kveðst hafa fundið upp. UEFA hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni, þar sem liðum er ekki skipt niður í riðla heldur öllum raðað í 36 liða deild. Þau mætast ekki öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki og safnar stigum eftir árangri. Efstu átta liðin komast beint áfram í úrslitakeppni, næstu sextán lið spila umspilsleik um sæti í úrslitakeppni en síðustu tíu liðin detta úr leik. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér, dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag en niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í Evrópu- og Sambandsdeildina á morgun. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið nefnt svissneska leiðin af UEFA þar sem það svipar mikið til þess sem þekkist í svissneskum skákmótum, en er þó ekki alveg eins. Leandro Shara, síleskur íþróttafræðingur, heldur því fram að hann hafi fundið keppnisfyrirkomulagið upp og eigi skilið viðurkenningu UEFA. Hann hafi þróað það síðan árið 2006 og kynnt það margsinnis síðan 2013, bæði á einkafundum með UEFA og á opinberum ráðstefnum. Þá hefur hann einnig unnið með síleska knattspyrnusambandinu við að hrinda því í framkvæmd í keppnum þar í landi. Shara hefur kært UEFA fyrir að nota fyrirkomulagið án hans leyfis og brjóta gegn höfundarrétti. Hann hefur einnig farið mikinn í gagnrýni á UEFA á samfélagsmiðlum. Simple question: By who and when was the format was "figured out"? UEFA keeps saying it was a long process of consultation, but at the end someone had to come up with the idea and write it down. Who? https://t.co/rEVMgy6S7i— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 UEFA now says the claim are "baseless", yet they are not referring to any claim and say in a very superior manner "it is hardly worth the effort".Doesn't the football world deserve a transparency? Why don't they answer the questions? https://t.co/41B01UVWFi— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 Hann krefst þess í kærunni að MatchVision, fyrirtæki hans, og þremur starfsmönnum þess verði boðið á viðburði UEFA til að tala um fyrirkomulagið sem þeir fundu upp og þeim verði greitt fyrir höfundarréttinn. UEFA hafði til hádegis í dag að bregðast við kröfunum en gerði það ekki og segir engan fót fyrir málflutningi Shara. Lögsóknarferli er því framundan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
UEFA hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni, þar sem liðum er ekki skipt niður í riðla heldur öllum raðað í 36 liða deild. Þau mætast ekki öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki og safnar stigum eftir árangri. Efstu átta liðin komast beint áfram í úrslitakeppni, næstu sextán lið spila umspilsleik um sæti í úrslitakeppni en síðustu tíu liðin detta úr leik. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér, dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag en niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í Evrópu- og Sambandsdeildina á morgun. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið nefnt svissneska leiðin af UEFA þar sem það svipar mikið til þess sem þekkist í svissneskum skákmótum, en er þó ekki alveg eins. Leandro Shara, síleskur íþróttafræðingur, heldur því fram að hann hafi fundið keppnisfyrirkomulagið upp og eigi skilið viðurkenningu UEFA. Hann hafi þróað það síðan árið 2006 og kynnt það margsinnis síðan 2013, bæði á einkafundum með UEFA og á opinberum ráðstefnum. Þá hefur hann einnig unnið með síleska knattspyrnusambandinu við að hrinda því í framkvæmd í keppnum þar í landi. Shara hefur kært UEFA fyrir að nota fyrirkomulagið án hans leyfis og brjóta gegn höfundarrétti. Hann hefur einnig farið mikinn í gagnrýni á UEFA á samfélagsmiðlum. Simple question: By who and when was the format was "figured out"? UEFA keeps saying it was a long process of consultation, but at the end someone had to come up with the idea and write it down. Who? https://t.co/rEVMgy6S7i— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 UEFA now says the claim are "baseless", yet they are not referring to any claim and say in a very superior manner "it is hardly worth the effort".Doesn't the football world deserve a transparency? Why don't they answer the questions? https://t.co/41B01UVWFi— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 Hann krefst þess í kærunni að MatchVision, fyrirtæki hans, og þremur starfsmönnum þess verði boðið á viðburði UEFA til að tala um fyrirkomulagið sem þeir fundu upp og þeim verði greitt fyrir höfundarréttinn. UEFA hafði til hádegis í dag að bregðast við kröfunum en gerði það ekki og segir engan fót fyrir málflutningi Shara. Lögsóknarferli er því framundan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn