Starfsfólk í skólum muni leggja þunga áherslu á að stöðva vopnaburð barna Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2024 16:33 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Ívar Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs í Reykjavík, hvetur foreldra til að ræða við börn sín um vopnaburð og hversu hættulegt það er að ganga með hníf á sér. Hann segir að næstu daga muni starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leggja þunga áherslu á að stöðva hnífaburð barna. Í tölvupósti sem Helgi sendi á foreldra grunnskólabarna í dag minnir hann sömuleiðis á að vopnaburður sé bannaður samkvæmt lögum. Brotið geti varðað sektum eða fangelsi upp að fjórum árum. Helgi sendir póstinn í kjölfar alvarlegrar stunguárásar á menningarnótt þar sem 16 ára strákur stakk þrjú önnur ungmenni, tvær stúlkur og einn dreng. Önnur stúlkan sem var stungin er í lífshættu á spítala. Drengurinn er alvarlega slasaður en á batavegi. Börn með hnífa í skólanum Helgi segir í pósti sínum að það hafi borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. „Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum,“ segir Helgi í pósti sínum og að ef barn verði uppvíst að því að bera vopn í skóla- og frístundastarfi verði vopnið gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum. Þá bendir Helgi foreldrum og forráðamönnum á að rannsóknir hafi sýnt að ákveðnir þættir verndi börn gegn áhættuhegðun. Það sé til dæmis samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. „Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir Helgi. Þá segir hann mikið forvarnargildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. „Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Í tölvupósti sem Helgi sendi á foreldra grunnskólabarna í dag minnir hann sömuleiðis á að vopnaburður sé bannaður samkvæmt lögum. Brotið geti varðað sektum eða fangelsi upp að fjórum árum. Helgi sendir póstinn í kjölfar alvarlegrar stunguárásar á menningarnótt þar sem 16 ára strákur stakk þrjú önnur ungmenni, tvær stúlkur og einn dreng. Önnur stúlkan sem var stungin er í lífshættu á spítala. Drengurinn er alvarlega slasaður en á batavegi. Börn með hnífa í skólanum Helgi segir í pósti sínum að það hafi borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. „Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum,“ segir Helgi í pósti sínum og að ef barn verði uppvíst að því að bera vopn í skóla- og frístundastarfi verði vopnið gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum. Þá bendir Helgi foreldrum og forráðamönnum á að rannsóknir hafi sýnt að ákveðnir þættir verndi börn gegn áhættuhegðun. Það sé til dæmis samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. „Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir Helgi. Þá segir hann mikið forvarnargildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. „Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent