Hinn sorglegi sjálfsflótti Matthildur Björnsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 18:03 Grein Davíðs Bergmann um hvernig sé farið með þau sem flýja sjálf sig í dóp og vín, virkaði á ýmsa vegu í mér. En mest sem sorglegt vegna svo margs sem ég vitnaði og lærði um þetta mikla vandamál þegar ég var á landinu, og sé auðvitað hliðstæð vandamál hér. Fyrst var það, af því að mig langaði aldrei í þennan drykk, eða það sem breytti mannverum oft til vandræða. Eins og ég sá það. Þó að ég hafi svo seinna skilið að sumir gátu notið smá áfengis á tyllidögum án þess að drekka það daginn eftir. Af einhverjum ástæðum hafði ég vitað ung. Að það að deyfa heilann gerði ekki gagn, leysti ekki vandamálin sem voru þarna inni. En ég átti ættingja sem höfðu lent í því ástandi. Ég vissi líka að það var stór hluti þjóðarinnar, sem sá það sem allt að því flott, og rétt: Að „Fá sér neðan í því“. Og þeir sem töluðu gegn því voru séð sem púkó og leiðinleg. Ég gat hinsvegar farið í Glaumbæ um árið, og seinna í Þórskaffi, án þess að vín kæmi inn fyrir varir mínar. Og enginn gerði athugasemd við það að ég væri ekki undir áhrifum, né spurði mig hvað ég drykki. Það var bara gos, engiferöl eða grape gos, og ég bara í eigin stuði í andrúmslofti tónlistarinnar sem var spiluð og stemningar tækifæra. Ég man líka að það var meira um að alkar fengu dómhörku en samkennd. Eitthvað lét mig þó telja að það væru vandamál í fíklum sem væri ekki verið að skilja né sinna. Svo liðu árin og ég flutti hingað til Ástralíu. Heyrði líka um þau vandamál hér og einhverja hjálp sem væri föl en karlmenn ættu erfitt með að viðurkenna eigin sár um það og færu ekki til að fá þá hjálp. Hér las ég svo bækur Dr Gabor´s Maté sem tók mig inn í veruleika vinnu sinnar með fíkla sem hann gerir í Kanada. Frá því að lesa það sem Dr Gabor Maté heyrir í sjúklingum, sé ég að það þarf að kafa í botn í heilabú þeirra einstaklinga sem eru með vandamál á því háa stigi sem hann sýndi í bókinni og virðist vera hundsað af þeim sem eiga að hafa þekkingu nú á tímum til að skilgreina það í botn. Þar kemur fram að þeir sem sjá sig ekki geta verið með heilabúi sínu án þess að deyfa það gera það frá slæmri reynslu, misnotkun og allskonar slæmu sem hefur verið í kring um þau í lífinu. Virðist vera heimslægt ástand. Það hefur allt að gera með tilfinningar. En um leið erfiðleika með að lifa með blöndu af rökhyggju, tilfinningum, og því hvernig heilabúið í þeim virkar. Lýsingar Davíðs á því hvernig fíklar eru höndlaðir á Íslandi, sem þriðja flokks mannverur er sorglegt og kannski frá einhverri blindni eða afneitun þess að skoða það sem er að baki í mannverunni fyrir fíkninni, og er ástæðan fyrir neyslunni. Það virkar fyrir mér vera frá gömlu dómhörkunni yfir slíku. Og það án þess að spyrja og skoða heilabúið í þeim í MRI skani. Skoðun sem gæti varpað ljósi á ástæðuna. Og þá vonandi líka leið til að hjálpa þeim að enda þá fíkn. Að lesa á Vísi 20. ágúst, það sem Jódís segir um drykkju á alþingi var sjokk og um leið hugsanleg skýring á því að það hafi ekki verið valið að fara í dýpt ástæðna fyrir að deyfa heilabúin. Það er bannað að drekka áfengi á þingi hér sem þýðir samt ekki að það hafi ekki farið einstaklingar inn í húsið undir áhrifum, eins og var með stúlkuna sem var nauðgað undir slíkum áhrifum. Ef enginn á að aka bíl undir áhrifum? Hvernig á þá að réttlæta að þjóð og landi sé þjónað af einstaklingum sem velja að vera í vímu. Vilja ekki þekkja eigið heilabú sitt vel og hafa í réttum gír án vímu þegar allar þessar mikilvægu ákvarðanir eru teknar fyrir þjóðina. Svo er það gamli málshátturinn: Að, eftir höfðinu dansi limirnir. Þá kæmi af sjálfu sér. Að alla vega sumir sem viti að þingmenn drekki við vinnu sína. Að þá hljóti það að vera í lagi, að limirnir geri eins. Höfundur er Íslendingur sem hefur búið í lengri tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Davíðs Bergmann um hvernig sé farið með þau sem flýja sjálf sig í dóp og vín, virkaði á ýmsa vegu í mér. En mest sem sorglegt vegna svo margs sem ég vitnaði og lærði um þetta mikla vandamál þegar ég var á landinu, og sé auðvitað hliðstæð vandamál hér. Fyrst var það, af því að mig langaði aldrei í þennan drykk, eða það sem breytti mannverum oft til vandræða. Eins og ég sá það. Þó að ég hafi svo seinna skilið að sumir gátu notið smá áfengis á tyllidögum án þess að drekka það daginn eftir. Af einhverjum ástæðum hafði ég vitað ung. Að það að deyfa heilann gerði ekki gagn, leysti ekki vandamálin sem voru þarna inni. En ég átti ættingja sem höfðu lent í því ástandi. Ég vissi líka að það var stór hluti þjóðarinnar, sem sá það sem allt að því flott, og rétt: Að „Fá sér neðan í því“. Og þeir sem töluðu gegn því voru séð sem púkó og leiðinleg. Ég gat hinsvegar farið í Glaumbæ um árið, og seinna í Þórskaffi, án þess að vín kæmi inn fyrir varir mínar. Og enginn gerði athugasemd við það að ég væri ekki undir áhrifum, né spurði mig hvað ég drykki. Það var bara gos, engiferöl eða grape gos, og ég bara í eigin stuði í andrúmslofti tónlistarinnar sem var spiluð og stemningar tækifæra. Ég man líka að það var meira um að alkar fengu dómhörku en samkennd. Eitthvað lét mig þó telja að það væru vandamál í fíklum sem væri ekki verið að skilja né sinna. Svo liðu árin og ég flutti hingað til Ástralíu. Heyrði líka um þau vandamál hér og einhverja hjálp sem væri föl en karlmenn ættu erfitt með að viðurkenna eigin sár um það og færu ekki til að fá þá hjálp. Hér las ég svo bækur Dr Gabor´s Maté sem tók mig inn í veruleika vinnu sinnar með fíkla sem hann gerir í Kanada. Frá því að lesa það sem Dr Gabor Maté heyrir í sjúklingum, sé ég að það þarf að kafa í botn í heilabú þeirra einstaklinga sem eru með vandamál á því háa stigi sem hann sýndi í bókinni og virðist vera hundsað af þeim sem eiga að hafa þekkingu nú á tímum til að skilgreina það í botn. Þar kemur fram að þeir sem sjá sig ekki geta verið með heilabúi sínu án þess að deyfa það gera það frá slæmri reynslu, misnotkun og allskonar slæmu sem hefur verið í kring um þau í lífinu. Virðist vera heimslægt ástand. Það hefur allt að gera með tilfinningar. En um leið erfiðleika með að lifa með blöndu af rökhyggju, tilfinningum, og því hvernig heilabúið í þeim virkar. Lýsingar Davíðs á því hvernig fíklar eru höndlaðir á Íslandi, sem þriðja flokks mannverur er sorglegt og kannski frá einhverri blindni eða afneitun þess að skoða það sem er að baki í mannverunni fyrir fíkninni, og er ástæðan fyrir neyslunni. Það virkar fyrir mér vera frá gömlu dómhörkunni yfir slíku. Og það án þess að spyrja og skoða heilabúið í þeim í MRI skani. Skoðun sem gæti varpað ljósi á ástæðuna. Og þá vonandi líka leið til að hjálpa þeim að enda þá fíkn. Að lesa á Vísi 20. ágúst, það sem Jódís segir um drykkju á alþingi var sjokk og um leið hugsanleg skýring á því að það hafi ekki verið valið að fara í dýpt ástæðna fyrir að deyfa heilabúin. Það er bannað að drekka áfengi á þingi hér sem þýðir samt ekki að það hafi ekki farið einstaklingar inn í húsið undir áhrifum, eins og var með stúlkuna sem var nauðgað undir slíkum áhrifum. Ef enginn á að aka bíl undir áhrifum? Hvernig á þá að réttlæta að þjóð og landi sé þjónað af einstaklingum sem velja að vera í vímu. Vilja ekki þekkja eigið heilabú sitt vel og hafa í réttum gír án vímu þegar allar þessar mikilvægu ákvarðanir eru teknar fyrir þjóðina. Svo er það gamli málshátturinn: Að, eftir höfðinu dansi limirnir. Þá kæmi af sjálfu sér. Að alla vega sumir sem viti að þingmenn drekki við vinnu sína. Að þá hljóti það að vera í lagi, að limirnir geri eins. Höfundur er Íslendingur sem hefur búið í lengri tíma í Ástralíu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun