Skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu áfengis Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. ágúst 2024 10:59 Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, segir nauðsynlegt að skýra lagaumhverfið þegar kemur að netsölu áfengis. Stöð 2 Svokölluð breiðfylking félaga heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu á áfengi. Fylkingin hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri áfengissölu í Hagkaupum sem á að hefjast á næstu dögum. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni. Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni.
Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50