Er kannski komið að því að skoða eitthvað annað en genin? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 10:33 Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Færeyjar Alþingi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun