Hver þvælist fyrir hverjum! Haraldur Þór Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 08:30 Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar