Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. ágúst 2024 16:01 Björgunarmenn við störf á slysstað. Vísir/Ragnar Axelsson Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. Tilkynnt var um það um klukkan þrjú síðdegis í dag að ísveggur hafi hrunið þar sem 25 manna hópur var í íshellaskoðunarferð ásamt leiðsögumanni. Fjórir ferðamenn urðu undir farginu og tveir eru þar enn. Umfangsmikil björgunaraðgerð hefur staðið yfir síðan og var allt tiltækt lið kallað út sem og þrjár þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Í fyrstu bárust fregnir af því að íshellir hefði hrunið en síðar kom fram að um hefði verið að ræða ísvegg á milli hellismunna. Unnið hefur verið að því að flytja búnað og mannskap upp á jökulinn en það hefur reynst erfitt sökum þess hve torfært landslagið er. Ísgröftur og -brot hafa því að mestu farið fram með handafli hingað til, það er að segja ís- og keðjusögum. Á annað hundrað björgunarmanna hafa komið að viðbragðinu. Í nótt verður tjaldbúðum komið upp á slysstað til að veita björgunarfólki skjól þegar þau eru ekki að vinna en komið hefur fram að vinnan fari fram í törnum þar sem teymi skiptast á að grafa. Ljósabúnaði hefur verið komið upp á vettvangi til að auðvelda björgunarstarfið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram fram að miðnætti og að þá verði staðan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tilkynnt var um það um klukkan þrjú síðdegis í dag að ísveggur hafi hrunið þar sem 25 manna hópur var í íshellaskoðunarferð ásamt leiðsögumanni. Fjórir ferðamenn urðu undir farginu og tveir eru þar enn. Umfangsmikil björgunaraðgerð hefur staðið yfir síðan og var allt tiltækt lið kallað út sem og þrjár þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Í fyrstu bárust fregnir af því að íshellir hefði hrunið en síðar kom fram að um hefði verið að ræða ísvegg á milli hellismunna. Unnið hefur verið að því að flytja búnað og mannskap upp á jökulinn en það hefur reynst erfitt sökum þess hve torfært landslagið er. Ísgröftur og -brot hafa því að mestu farið fram með handafli hingað til, það er að segja ís- og keðjusögum. Á annað hundrað björgunarmanna hafa komið að viðbragðinu. Í nótt verður tjaldbúðum komið upp á slysstað til að veita björgunarfólki skjól þegar þau eru ekki að vinna en komið hefur fram að vinnan fari fram í törnum þar sem teymi skiptast á að grafa. Ljósabúnaði hefur verið komið upp á vettvangi til að auðvelda björgunarstarfið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram fram að miðnætti og að þá verði staðan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira