Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 14:43 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira