Hraun flæðir að mestu til norðurs en einnig er örlítill hraunstraumur til vesturs. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands. Framrás hraunsins er sögð hæg og sú hrauntunga sem rann upphaflega til vesturs í átt að Grindavíkurvegi milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells virðist byrjuð að kólna og engin hreyfing þar sjáanleg á vefmyndavélum.
Skjálftavirkni er heilt yfir lítil á svæðinu og aðallega bundin við þann hluta svæðisins þar sem gýs, að sögn náttúruársérfræðinga Veðurstofunnar. Einn skjálfti að stærð 2,2 var við gosstöðvarnar um klukkan tvö í nótt.
Veðurstofan hvetur fólk til að fylgjast með gasdreifingarspá en samkvæmt henni er norðanátt á gosstöðvunum í dag og berst gasmengun því til suðurs.
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í gær að eldgosið væri það stærsta á Sundhnúksgígaröðinni til þessa. Erfitt væri að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en það væri komið í jafnvægi.