Stærsta gosið til þessa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 19:54 Benedikt Ófeigsson segir yfirstandandi gos vera umtalsvert stærri en fyrri. Vísir/Samsett Fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem nú stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni vera það stærsta til þessa. Hann segir erfitt að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en að það sé komið í jafnvægi. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira