Lögreglan kölluð til eftir að Íslendingur var „með kjaft“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 15:52 Lögreglan biðlar til vegfarenda að sýna lögreglumönnum og björgunarsveitarfólki tillitsemi. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til við Reykjanesbrautina í dag eftir að Íslendingur hafði verið með skæting og dónaskap við björgunarsveitarfólk sem starfar þar í umboði lögreglunnar á Suðurnesjum við að stjórna umferð og tryggja öryggi við gosstöðvarnar. Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21