Glæpur án tjóns? Breki Karlsson, Ólafur Stephensen og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 23. ágúst 2024 13:01 Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Sú matsgerð var unnin fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, og var niðurstaða hennar sú að tjón fyrirtækja og neytenda af samráðinu hefði verið um 62 milljarðar króna. Hagfræðingarnir setja fram margvíslega gagnrýni á aðferðafræði Analytica og segja að hún „hæfi ekki til að meta tjón af meintu samráði Eimskips og Samskipa,“ eins og það er orðað í frétt Innherja. Forstjóri Eimskips segir þetta „mjög alvarlegt“. Það kemur greinarhöfundum ekki eitt augnablik á óvart að úr þessari átt komi gagnrýni á matsgerð Analytica og tilraun til að gera hana ótrúverðuga. Við öðru var ekki að búast. Í matsgerðinni kom skýrt fram á sínum tíma að hún væri ekki nákvæmnisvísindi að því leytinu að við matið þurfti fyrirtækið að gefa sér ýmsar forsendur. Hún var hins vegar nálgun að útreikningi á því tjóni, sem Eimskip og Samskip ollu íslensku samfélagi með ólögmætu samráði. Stóru spurningunni ekki svarað Stóra spurningin, sem er ekki svarað í skýrslu Birgis og Ragnars, a.m.k. miðað við endursögn Innherja, er hins vegar: Hvert er þá tjónið, reiknað með „réttri“ aðferðafræði? Bað Eimskip hagfræðingana ekki að finna út úr því? Og datt blaðamanni Innherja ekki í hug að spyrja forstjóra Eimskips að því? Án slíkrar umfjöllunar verður gagnrýni á mat Analytica marklaus. Það er nefnilega allsendis ótrúverðugt, reyni Eimskip að halda því fram að tjónið sé ekki neitt. Fyrirtækið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið, þar sem það játaði alvarleg brot á samkeppnislögum og greiddi eina hæstu sekt, sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Bæði forsvarsmenn Eimskips og hinir virðulegu hagfræðingar sem unnu fyrir þá vita mætavel að samráð af því tagi sem lýst var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa er ævinlega til tjóns, bæði fyrir atvinnulíf og neytendur. Ætlast forsvarsmenn Eimskips til að við trúum því að lögbrotin sem þeir viðurkenndu hafi verið glæpur án fórnarlambs, sem olli ekki nokkru tjóni? Breki er formaður Neytendasamtakanna. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Ragnar Þór er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Ólafur Stephensen Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Sú matsgerð var unnin fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, og var niðurstaða hennar sú að tjón fyrirtækja og neytenda af samráðinu hefði verið um 62 milljarðar króna. Hagfræðingarnir setja fram margvíslega gagnrýni á aðferðafræði Analytica og segja að hún „hæfi ekki til að meta tjón af meintu samráði Eimskips og Samskipa,“ eins og það er orðað í frétt Innherja. Forstjóri Eimskips segir þetta „mjög alvarlegt“. Það kemur greinarhöfundum ekki eitt augnablik á óvart að úr þessari átt komi gagnrýni á matsgerð Analytica og tilraun til að gera hana ótrúverðuga. Við öðru var ekki að búast. Í matsgerðinni kom skýrt fram á sínum tíma að hún væri ekki nákvæmnisvísindi að því leytinu að við matið þurfti fyrirtækið að gefa sér ýmsar forsendur. Hún var hins vegar nálgun að útreikningi á því tjóni, sem Eimskip og Samskip ollu íslensku samfélagi með ólögmætu samráði. Stóru spurningunni ekki svarað Stóra spurningin, sem er ekki svarað í skýrslu Birgis og Ragnars, a.m.k. miðað við endursögn Innherja, er hins vegar: Hvert er þá tjónið, reiknað með „réttri“ aðferðafræði? Bað Eimskip hagfræðingana ekki að finna út úr því? Og datt blaðamanni Innherja ekki í hug að spyrja forstjóra Eimskips að því? Án slíkrar umfjöllunar verður gagnrýni á mat Analytica marklaus. Það er nefnilega allsendis ótrúverðugt, reyni Eimskip að halda því fram að tjónið sé ekki neitt. Fyrirtækið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið, þar sem það játaði alvarleg brot á samkeppnislögum og greiddi eina hæstu sekt, sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna samkeppnisbrota. Bæði forsvarsmenn Eimskips og hinir virðulegu hagfræðingar sem unnu fyrir þá vita mætavel að samráð af því tagi sem lýst var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa er ævinlega til tjóns, bæði fyrir atvinnulíf og neytendur. Ætlast forsvarsmenn Eimskips til að við trúum því að lögbrotin sem þeir viðurkenndu hafi verið glæpur án fórnarlambs, sem olli ekki nokkru tjóni? Breki er formaður Neytendasamtakanna. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Ragnar Þór er formaður VR.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun