Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2024 10:39 Birna segir allt gert til að tryggja öryggi starfsfólks. Enginn fari inn nema með samþykki almannavarna og þeir verktakar sem fari inn á svæðið stoppi bara í stutta stund. Vísir/Vilhelm og Aðsend Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28
Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37