Ruglað um verðbólgu og ríkisfjármál Konráð S. Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2024 07:02 Þegar viðtekinni visku er ögrað má vænta kröftugra viðbragða. Það virðist hafa gerst annars vegar í grein hér á Vísi og hins vegar á síðum Viðskiptablaðsins í kjölfar greinar minnar um ríkisfjármál og verðbólgu. Í grein minni voru talin upp nokkur atriði sem saman benda á það sem ætti að vera augljóst: Að verðbólga undangenginna ára verði vart að mestu leyti skýrð með athöfnum ríkissjóðs, þó hvergi sé því haldið fram að ríkissjóður eigi engan þátt. Ytri aðstæður hafi sitt að segja, en einnig megi finna vísbendingar um að Seðlabankinn, sem ber lögum samkvæmt ábyrgð á verðstöðugleika af góðri ástæðu, og vinnumarkaðurinn, eigi sinn þátt. Að öðru leyti var ekkert mat lagt á hver þáttur þessara aðila er í verðbólgu síðustu ára. Meginatriðið er að ef sjúkdómsgreining verðbólgunnar er röng þá er lítil von til þess að Ísland nái varanlegum verðstöðugleika með hóflegu vaxtastigi. Eftir sem áður einblína viðbrögðin á einstaka þætti í stað þess að horfa heildstætt á þróun efnahagsmála hér á landi. En baráttan gegn verðbólgu er langhlaup og því tilefni til eftirfarandi athugasemda við sumt af því sem komið hefur fram: Margfalt ofmat á útgjaldavexti ríkissjóðs Undir nafnleynd á síðum Viðskiptablaðsins segir: „Raunhækkun ríkisútgjalda nam því 43,7% frá árinu 2017 til ársins 2023.“ Hér er farið með fleipur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var raunaukning ríkisútgjalda ekki 43,7% heldur 22% - tvöfalt ofmat hjá annars pennafærum Óðni. Þá var í grein minni, feitletrað í millifyrirsögn, fjallað um raunaukningu ríkisútgjalda á mann. Samkvæmt Hagstofunni nemur hún 9% - fjórfalt ofmat Viðskiptablaðsins. Í greininni var talað um 3% vöxt, en munurinn helgast fyrst og fremst af því að miðað er við A1 hluta ríkissjóðs skv. því sem birtist í fjármálaáætlun 2025-29 en ekki hjá Hagstofunni. Þá miðar 3% enn fremur við árið 2024 en ekki 2023, en raunútgjöld á mann lækka í ár skv. fjármálaáætlun. Munurinn á fjármálaáætlun og Hagstofunni er innan við 1% á ári í hagkerfi þar sem verg landsframleiðsla á mann hefur vaxið um tæplega 1% á ári. Það má færa ýmis rök fyrir því að 1% raunvöxtur ríkisútgjalda á mann sé of mikill, en langt er seilst ef það á að skýra margra prósenta verðbólgu um nokkurra ára skeið. Um það hljóta flestir að vera sammála. Hefur hlutdeild ríkissjóðs í efnahagsstarfseminni í raun aukist? Víkur þá sögunni að grein fyrrum hagfræðings í Seðlabankanum, sem Viðskiptablaðið vitnar mikið í: „Stefnan í ríkisfjármálunum hefur áhrif á hlutdeild ríkisins í efnahagsstarfseminni… Þá veldur aukning í starfsemi ríkisins aukinni eftirspurn og framleiðsluspennu sem svo knýr áfram verðbólgu.“ Margt er til í þessu, ríkið getur haft talsverð áhrif á eftirspurn. Skoðum þess vegna hlutdeild ríkisins í efnahagsstarfseminni. Hlutdeild gjalda ríkissjóðs í vergri landsframleiðslu þensluárið 2017 var 31,8% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þensluárið 2023 var talan 32,9% og hefur lækkað í þrjú ár í röð eftir heimsfaraldurinn. Það er ekki trúverðugt að einnar prósentu aukning hækki verðlag um upp undir 10% á ári í nokkur ár. Þar sem hagvöxtur hefur verið vanáætlaður í bráðabirgðatölum og spám undanfarið, og nýjar kortaveltutölur benda til meiri neyslu ferðamanna og heimila, má telja nokkuð líklegt að landsframleiðslutölur fyrir 2023 verði færðar upp á við. Ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu gætu hæglega hafa aukist minna eða jafnvel ekkert á þessu tímabili, en spyrjum að leikslokum. Óvart færð rök fyrir hinu gagnstæða? „Langtíma jafnvægisraunstýrivextir eiga að sýna hvert raunvaxtastigið eigi að vera þegar líkanið er í jafnvægi, þ.e. allar stærðir í líkaninu eru í jafnvægi. Ef t.d. eftirspurn og framleiðsla minnkar mikið vegna heimsfaraldurs getur æskilegt aðhaldsstig peningastefnunnar verið að nafnstýrivextir séu mjög lágir og raunstýrivextir hugsanlega neikvæðir og langt undir langtíma jafnvægisgildinu.“ Þessi orð eru viðbrögð fyrrverandi hagfræðings hjá Seðlabankanum við þeirri ábendingu að Seðlabankinn hafi ekki náð jafnvægisraunvöxtum (2%) fyrr en fyrir ári síðan og að þeir voru mjög neikvæðir á alla mælikvarða (-6% miðað við liðna verðbólgu) um mitt ár 2022. Athugasemdin er að öllu leyti rétt, en það sem gleymdist kannski var að líta á gögnin. Gögnin segja nefnilega að hagkerfið hafi verið í jafnvægi (hvorki framleiðsluspenna né -slaki) á fyrri helmingi ársins 2022 og að spennan hafi t.d. verið orðin 5% á 3. fjórðungi 2023. Því má álykta af tilvitnuninni að Seðlabankinn hefði átt að hækka vexti miklu, miklu hraðar fyrst hagkerfið var fyrir svo löngu að keyra á fullum afköstum og ríflega það, sérstaklega því verðbólga var á sama tíma alltof mikil. Það var líklega ekki hugmyndin með skrifunum. Strámaður úr peningaseðlum Höfundi er einnig tíðrætt um peningamagnskenninguna og býr til strámann úr ætlaðri ofurtrú minni á hana og getu Seðlabanka til að stjórna peningamagni nákvæmlega. Hann bendir meðal annars á að líkön Seðlabankans innihaldi ekki peningamagn. Miðað við hvernig hefur tekst til að spá fyrir um þróun síðustu ára þarfnast það hugsanlega endurskoðunar. Hlutverk peninga er líka umdeilt og hafa margir, t.d. fyrrum bankastjóri Englandsbanka, gagnrýnt seðlabanka um allan heim fyrir að líta ekki til þeirra. Athugasemdirnar vekja svo enn meiri furðu þegar horft er til þess að „peningamagn og útlán“ er einn af fimm þáttum sem miðla stýrivöxtum áfram að því markmiði að hafa áhrif á verðbólgu. Það stendur á heimasíðu sjálfs Seðlabankans. Enginn hefur sagt að peningamagn stýri alfarið verðbólgu, sjálfur sagði ég málið vissulega vera miklu flóknara. Það þarf hins vegar ekki okkur hagfræðinga til að sjá að ef innlán heimila (sem vega langþyngst í peningamagni) yrðu t.d. tvöfölduð á morgun, þá myndi verðbólga stóraukast. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Alvöru greining á þætti vaxta og peningastærða í verðbólgu síðustu ára væri í það minnsta fróðleg, þær stærðir hafa jú vissulega áhrif eins og birtist í því miðlunarferli sem sjálfur Seðlabankinn kynnir. Loks bendir sami höfundur á að stóraukið peningamagn hafi ekki haft áhrif á verðbólgu í Japan. Við skulum leyfa gögnum um vöxt peningamagns hér og í Japan tala sínu máli, í bili að minnsta kosti: Það sem raunverulega skiptir máli Íslenska hagkerfið er hraust, stendur á sífellt fleiri og traustari stoðum, staða ríkissjóðs er sterk og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja er í megindráttum góð. Okkur hefur gengið betur síðustu ár en nokkur þorði að vona og hvað þá spá. En eins og hraust fólk getur veikst geta sterk hagkerfi barist við vandamál eins og of mikla verðbólgu. Það er útilokað að okkur muni takast að vinna bug á henni til lengdar ef sjúkdómsgreiningin er röng. Förum ekki þá leið. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. P.s. Bent var á að notast var við ranga tölu um vöxt peningamagns (M3) frá febrúar 2020 í fyrri grein minni. Rétta talan er 55% og voru þau mistök leiðrétt um leið og þau uppgötvuðust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Rekstur hins opinbera Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Þegar viðtekinni visku er ögrað má vænta kröftugra viðbragða. Það virðist hafa gerst annars vegar í grein hér á Vísi og hins vegar á síðum Viðskiptablaðsins í kjölfar greinar minnar um ríkisfjármál og verðbólgu. Í grein minni voru talin upp nokkur atriði sem saman benda á það sem ætti að vera augljóst: Að verðbólga undangenginna ára verði vart að mestu leyti skýrð með athöfnum ríkissjóðs, þó hvergi sé því haldið fram að ríkissjóður eigi engan þátt. Ytri aðstæður hafi sitt að segja, en einnig megi finna vísbendingar um að Seðlabankinn, sem ber lögum samkvæmt ábyrgð á verðstöðugleika af góðri ástæðu, og vinnumarkaðurinn, eigi sinn þátt. Að öðru leyti var ekkert mat lagt á hver þáttur þessara aðila er í verðbólgu síðustu ára. Meginatriðið er að ef sjúkdómsgreining verðbólgunnar er röng þá er lítil von til þess að Ísland nái varanlegum verðstöðugleika með hóflegu vaxtastigi. Eftir sem áður einblína viðbrögðin á einstaka þætti í stað þess að horfa heildstætt á þróun efnahagsmála hér á landi. En baráttan gegn verðbólgu er langhlaup og því tilefni til eftirfarandi athugasemda við sumt af því sem komið hefur fram: Margfalt ofmat á útgjaldavexti ríkissjóðs Undir nafnleynd á síðum Viðskiptablaðsins segir: „Raunhækkun ríkisútgjalda nam því 43,7% frá árinu 2017 til ársins 2023.“ Hér er farið með fleipur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var raunaukning ríkisútgjalda ekki 43,7% heldur 22% - tvöfalt ofmat hjá annars pennafærum Óðni. Þá var í grein minni, feitletrað í millifyrirsögn, fjallað um raunaukningu ríkisútgjalda á mann. Samkvæmt Hagstofunni nemur hún 9% - fjórfalt ofmat Viðskiptablaðsins. Í greininni var talað um 3% vöxt, en munurinn helgast fyrst og fremst af því að miðað er við A1 hluta ríkissjóðs skv. því sem birtist í fjármálaáætlun 2025-29 en ekki hjá Hagstofunni. Þá miðar 3% enn fremur við árið 2024 en ekki 2023, en raunútgjöld á mann lækka í ár skv. fjármálaáætlun. Munurinn á fjármálaáætlun og Hagstofunni er innan við 1% á ári í hagkerfi þar sem verg landsframleiðsla á mann hefur vaxið um tæplega 1% á ári. Það má færa ýmis rök fyrir því að 1% raunvöxtur ríkisútgjalda á mann sé of mikill, en langt er seilst ef það á að skýra margra prósenta verðbólgu um nokkurra ára skeið. Um það hljóta flestir að vera sammála. Hefur hlutdeild ríkissjóðs í efnahagsstarfseminni í raun aukist? Víkur þá sögunni að grein fyrrum hagfræðings í Seðlabankanum, sem Viðskiptablaðið vitnar mikið í: „Stefnan í ríkisfjármálunum hefur áhrif á hlutdeild ríkisins í efnahagsstarfseminni… Þá veldur aukning í starfsemi ríkisins aukinni eftirspurn og framleiðsluspennu sem svo knýr áfram verðbólgu.“ Margt er til í þessu, ríkið getur haft talsverð áhrif á eftirspurn. Skoðum þess vegna hlutdeild ríkisins í efnahagsstarfseminni. Hlutdeild gjalda ríkissjóðs í vergri landsframleiðslu þensluárið 2017 var 31,8% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þensluárið 2023 var talan 32,9% og hefur lækkað í þrjú ár í röð eftir heimsfaraldurinn. Það er ekki trúverðugt að einnar prósentu aukning hækki verðlag um upp undir 10% á ári í nokkur ár. Þar sem hagvöxtur hefur verið vanáætlaður í bráðabirgðatölum og spám undanfarið, og nýjar kortaveltutölur benda til meiri neyslu ferðamanna og heimila, má telja nokkuð líklegt að landsframleiðslutölur fyrir 2023 verði færðar upp á við. Ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu gætu hæglega hafa aukist minna eða jafnvel ekkert á þessu tímabili, en spyrjum að leikslokum. Óvart færð rök fyrir hinu gagnstæða? „Langtíma jafnvægisraunstýrivextir eiga að sýna hvert raunvaxtastigið eigi að vera þegar líkanið er í jafnvægi, þ.e. allar stærðir í líkaninu eru í jafnvægi. Ef t.d. eftirspurn og framleiðsla minnkar mikið vegna heimsfaraldurs getur æskilegt aðhaldsstig peningastefnunnar verið að nafnstýrivextir séu mjög lágir og raunstýrivextir hugsanlega neikvæðir og langt undir langtíma jafnvægisgildinu.“ Þessi orð eru viðbrögð fyrrverandi hagfræðings hjá Seðlabankanum við þeirri ábendingu að Seðlabankinn hafi ekki náð jafnvægisraunvöxtum (2%) fyrr en fyrir ári síðan og að þeir voru mjög neikvæðir á alla mælikvarða (-6% miðað við liðna verðbólgu) um mitt ár 2022. Athugasemdin er að öllu leyti rétt, en það sem gleymdist kannski var að líta á gögnin. Gögnin segja nefnilega að hagkerfið hafi verið í jafnvægi (hvorki framleiðsluspenna né -slaki) á fyrri helmingi ársins 2022 og að spennan hafi t.d. verið orðin 5% á 3. fjórðungi 2023. Því má álykta af tilvitnuninni að Seðlabankinn hefði átt að hækka vexti miklu, miklu hraðar fyrst hagkerfið var fyrir svo löngu að keyra á fullum afköstum og ríflega það, sérstaklega því verðbólga var á sama tíma alltof mikil. Það var líklega ekki hugmyndin með skrifunum. Strámaður úr peningaseðlum Höfundi er einnig tíðrætt um peningamagnskenninguna og býr til strámann úr ætlaðri ofurtrú minni á hana og getu Seðlabanka til að stjórna peningamagni nákvæmlega. Hann bendir meðal annars á að líkön Seðlabankans innihaldi ekki peningamagn. Miðað við hvernig hefur tekst til að spá fyrir um þróun síðustu ára þarfnast það hugsanlega endurskoðunar. Hlutverk peninga er líka umdeilt og hafa margir, t.d. fyrrum bankastjóri Englandsbanka, gagnrýnt seðlabanka um allan heim fyrir að líta ekki til þeirra. Athugasemdirnar vekja svo enn meiri furðu þegar horft er til þess að „peningamagn og útlán“ er einn af fimm þáttum sem miðla stýrivöxtum áfram að því markmiði að hafa áhrif á verðbólgu. Það stendur á heimasíðu sjálfs Seðlabankans. Enginn hefur sagt að peningamagn stýri alfarið verðbólgu, sjálfur sagði ég málið vissulega vera miklu flóknara. Það þarf hins vegar ekki okkur hagfræðinga til að sjá að ef innlán heimila (sem vega langþyngst í peningamagni) yrðu t.d. tvöfölduð á morgun, þá myndi verðbólga stóraukast. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Alvöru greining á þætti vaxta og peningastærða í verðbólgu síðustu ára væri í það minnsta fróðleg, þær stærðir hafa jú vissulega áhrif eins og birtist í því miðlunarferli sem sjálfur Seðlabankinn kynnir. Loks bendir sami höfundur á að stóraukið peningamagn hafi ekki haft áhrif á verðbólgu í Japan. Við skulum leyfa gögnum um vöxt peningamagns hér og í Japan tala sínu máli, í bili að minnsta kosti: Það sem raunverulega skiptir máli Íslenska hagkerfið er hraust, stendur á sífellt fleiri og traustari stoðum, staða ríkissjóðs er sterk og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja er í megindráttum góð. Okkur hefur gengið betur síðustu ár en nokkur þorði að vona og hvað þá spá. En eins og hraust fólk getur veikst geta sterk hagkerfi barist við vandamál eins og of mikla verðbólgu. Það er útilokað að okkur muni takast að vinna bug á henni til lengdar ef sjúkdómsgreiningin er röng. Förum ekki þá leið. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. P.s. Bent var á að notast var við ranga tölu um vöxt peningamagns (M3) frá febrúar 2020 í fyrri grein minni. Rétta talan er 55% og voru þau mistök leiðrétt um leið og þau uppgötvuðust.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun