Fólk rugli oft Íslendingum og Grænlendingum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2024 22:00 Qupanuk Olsen er stödd á Íslandi þessa dagana. Vísir/Bjarni Vinsælasti áhrifavaldur Grænlands telur landið verða næsta heita áfangastað norðursins. Ferðamennska þar er á blússandi siglingu, meðal annars vegna myndbandanna sem hún birtir á samfélagsmiðlum sínum. Qupanuk hefur ferðast mikið um heiminn í gegnum árin og alltaf þegar hún ræddi við fólk í nýju landi lenti hún ávallt í því sama. Fólk vissi lítið sem ekkert um Grænland og taldi jafnvel að enginn byggi þar. Hún ákvað því að gerast áhrifavaldur og fræða fólk um landið hennar. Og viðbrögðin hafa ekki leynt á sér. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og heimamenn eru afar ánægðir. @qsgreenland Greenlandic: Tuttut tututtut tuttutut… Day 40 of 100. Music: Beach, Musician: Jeff Kaale #tonguetwister#greenland#greenlandic#viral ♬ original sound - Q’s Greenland „Mitt markmið er að segja frá hinu jákvæða hjá okkur. Í fjölmiðlum er aðeins talað um vondu og neikvæðu fréttirnar. Ég einbeiti mér að því gagnstæða og segi hve hreykin ég er að vera Grænlendingur og hve heppin við erum og höfum fram að færa. Ég nota oft þennan frasa: Lífið er dásamlegt,“ segir Qupanuk. Ferðamennskan í Grænlandi er á blússandi siglingu. „Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöð flugs. Ísland hefur verið stóra tengistöðin árum saman. Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöðin þar sem við erum að byggja tvo nýja alþjóðaflugvelli. Af þeim sökum mun ferðamönnum fjölga til muna,“ segir Qupanuk. View this post on Instagram A post shared by Q’s Greenland (@qsgreenland) Og myndböndin hennar laða marga til Grænlands. „Æ fleiri koma til Grænlands vegna myndbanda minna. Á hverjum degi hitti ég ferðamenn sem segjast hafa komið mín vegna. Ég tel mig hafa mikil áhrif,“ segir Qupanuk. Þá sé fólk oft með furðulegar hugmyndir um líkindi Grænlendinga og Íslendinga. „Sá misskilningur er ríkjandi að Íslendingar og Grænlendingar séu sama þjóðin. En við erum Inúítar og þið víkingar frá Norðurlöndum. Fólk virðist rugla Grænlandi og Íslandi saman,“ segir Qupanuk. Grænland Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Qupanuk hefur ferðast mikið um heiminn í gegnum árin og alltaf þegar hún ræddi við fólk í nýju landi lenti hún ávallt í því sama. Fólk vissi lítið sem ekkert um Grænland og taldi jafnvel að enginn byggi þar. Hún ákvað því að gerast áhrifavaldur og fræða fólk um landið hennar. Og viðbrögðin hafa ekki leynt á sér. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og heimamenn eru afar ánægðir. @qsgreenland Greenlandic: Tuttut tututtut tuttutut… Day 40 of 100. Music: Beach, Musician: Jeff Kaale #tonguetwister#greenland#greenlandic#viral ♬ original sound - Q’s Greenland „Mitt markmið er að segja frá hinu jákvæða hjá okkur. Í fjölmiðlum er aðeins talað um vondu og neikvæðu fréttirnar. Ég einbeiti mér að því gagnstæða og segi hve hreykin ég er að vera Grænlendingur og hve heppin við erum og höfum fram að færa. Ég nota oft þennan frasa: Lífið er dásamlegt,“ segir Qupanuk. Ferðamennskan í Grænlandi er á blússandi siglingu. „Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöð flugs. Ísland hefur verið stóra tengistöðin árum saman. Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöðin þar sem við erum að byggja tvo nýja alþjóðaflugvelli. Af þeim sökum mun ferðamönnum fjölga til muna,“ segir Qupanuk. View this post on Instagram A post shared by Q’s Greenland (@qsgreenland) Og myndböndin hennar laða marga til Grænlands. „Æ fleiri koma til Grænlands vegna myndbanda minna. Á hverjum degi hitti ég ferðamenn sem segjast hafa komið mín vegna. Ég tel mig hafa mikil áhrif,“ segir Qupanuk. Þá sé fólk oft með furðulegar hugmyndir um líkindi Grænlendinga og Íslendinga. „Sá misskilningur er ríkjandi að Íslendingar og Grænlendingar séu sama þjóðin. En við erum Inúítar og þið víkingar frá Norðurlöndum. Fólk virðist rugla Grænlandi og Íslandi saman,“ segir Qupanuk.
Grænland Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira