Stofnanir megi nota samfélagsmiðla til að skera úr um rétt til bóta Lovísa Arnardóttir skrifar 22. ágúst 2024 18:06 Helga segir fólk verða að muna að allt sem það setur á samfélagsmiðla deilir það með fyrirtækinu sem á það og með öllum sem hafa aðgang að prófílnum. Ef hann er opinn þá hafi allir sem vilja aðgang að upplýsingunum. Vísir/Einar Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekkert óeðlilegt við það að stofnanir eða eftirlitsstofnanir noti upplýsingar á opnum samfélagsmiðlum fólks til að skera úr um það hvort það eigi rétt á bótum eða annars konar stuðningi úr opinberum og sameiginlegum sjóðum. Tilefni umræðunnar í Reykjavík síðdegis er færsla sem birt var í hópnum Fjármálatips á Facebook í vikunni þar sem kona spurði hvort það væri eðlilegt að starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nýtti sér samfélagsmiðla til að staðfesta hjúskaparstöðu fólks. Hún sagði vinkonu sína, einstæða móður, nýlega hafa fengið símtal frá fulltrúa stofnunarinnar og henni verið tilkynnt að hún ætti ekki lengur rétt á húsnæðisstuðningi sem einstæð móður vegna hjúskapastöðu sinnar og að fulltrúinn hafi vitnað í færslur á samfélagsmiðlum og sagt hana og barnsföður hennar enn í sambandi. Í umræðum á þræðinum komu fram margar svipaðar sögur frá öðrum, ekki endilega tengt HMS en tengt Tryggingastofnun og tryggingafélögum. Færslan sem konan setti inn í hópinn Fjármálatips í vikunni.Skjáskot/Facebook Helga segir Persónuvernd oft hafa bent á það að fólk eigi að fara varlega með persónuupplýsingar sínar á samfélagsmiðlum. Fólk sé oft með síður sínar opnar og aðrir þannig með óheftað aðgang að öllu sem þau deila. „Það gefur augaleið að það er rannsóknarskylda sem hvílir á stjórnvöld og þau eiga að reyna að passa að það sé rétt deilt út úr sameiginlegum sjóðum og gæðum. Oft eru þetta skatttekjur landsmanna sem eiga í grunninn að fara á rétta staði,“ segir Helga og að útgangspunkturinn sé sá að ef aðgangur fólks er opinn og sé að deila upplýsingum um sig þá sé eðlilegt að stofnun, sem er að rannsaka einhvern, nýti slíkar upplýsingar í rannsókn sinni. Stofnanir hakki sig ekki inn á lokaða reikninga „Fólk áttar sig ekki á því að þú ert að deila þessu með umheiminum. Þú ert ekki bara að deila þessu með örfáum vinum. Ef þetta væri lokaðr reikningur þá væri enginn að tala um að opinberar stofnanir eða einhver eftirlitsaðili sé að brjóta sig eða hakka sig inn til að komast að því að einhver sé að svíkja út úr sameiginlegum sjóðum.“ Hún segir að allajafna sé það svo að öllu sem sé deilt á opinn reikning sé álitið sem opinber gögn. Helga segir að það sé svo orðið vafasamarar ef aðili frá tryggingafélagi eða eftirlitsstofnun vingast við einhvern til að komast inn á lokaða síðu. „Í grunninn viljum við ekki að fólk sé að fá bætur fyrir eitthvað sem það á ekki að fá bætur fyrir. Við hljótum öll að vera sammála um það. Við viljum ekki að það sé misfarið með opinbera sjóði sem við öll erum að borga í,“ segir Helga. Það séu alltaf einhver mörk og spurningin sé hvort að það sé verið að seilast of langt með því að nýta þessi gögn í að skera úr um það. Ekkert prívat á samfélagsmiðlum Helga segir að í grunninn eigi fólk að vita að það sem það setur á samfélagsmiðla, það sé ekki prívat. „Þú ert alltaf að deila með fyrirtækinu og ef reikningurinn er opinn þá ertu líka með þetta opið fyrir alla. Ef lífið þitt þar er ekki í samræmi við umsóknarferli um bætur þá kannski er ekkert óeðlilegt að það sé tekið af þér.“ Helga segir Persónuvernd ekki hafa tekið við kvörtunum um álíka mál og segir það í raun miður hversu fá slík mál enda á þeirra borði. Það sé oftar verið að kvarta til þeirra um myndbirtingar eða til dæmis þegar nágrannar eru með myndavélavakt sem snýr að heimili þeirra eða garði. „Þetta eru undanfarið smærri mál en hvert og eitt mál getur skipt þá einstaklinga sem það tengist miklu máli.“ Persónuvernd Samfélagsmiðlar Félagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Tilefni umræðunnar í Reykjavík síðdegis er færsla sem birt var í hópnum Fjármálatips á Facebook í vikunni þar sem kona spurði hvort það væri eðlilegt að starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nýtti sér samfélagsmiðla til að staðfesta hjúskaparstöðu fólks. Hún sagði vinkonu sína, einstæða móður, nýlega hafa fengið símtal frá fulltrúa stofnunarinnar og henni verið tilkynnt að hún ætti ekki lengur rétt á húsnæðisstuðningi sem einstæð móður vegna hjúskapastöðu sinnar og að fulltrúinn hafi vitnað í færslur á samfélagsmiðlum og sagt hana og barnsföður hennar enn í sambandi. Í umræðum á þræðinum komu fram margar svipaðar sögur frá öðrum, ekki endilega tengt HMS en tengt Tryggingastofnun og tryggingafélögum. Færslan sem konan setti inn í hópinn Fjármálatips í vikunni.Skjáskot/Facebook Helga segir Persónuvernd oft hafa bent á það að fólk eigi að fara varlega með persónuupplýsingar sínar á samfélagsmiðlum. Fólk sé oft með síður sínar opnar og aðrir þannig með óheftað aðgang að öllu sem þau deila. „Það gefur augaleið að það er rannsóknarskylda sem hvílir á stjórnvöld og þau eiga að reyna að passa að það sé rétt deilt út úr sameiginlegum sjóðum og gæðum. Oft eru þetta skatttekjur landsmanna sem eiga í grunninn að fara á rétta staði,“ segir Helga og að útgangspunkturinn sé sá að ef aðgangur fólks er opinn og sé að deila upplýsingum um sig þá sé eðlilegt að stofnun, sem er að rannsaka einhvern, nýti slíkar upplýsingar í rannsókn sinni. Stofnanir hakki sig ekki inn á lokaða reikninga „Fólk áttar sig ekki á því að þú ert að deila þessu með umheiminum. Þú ert ekki bara að deila þessu með örfáum vinum. Ef þetta væri lokaðr reikningur þá væri enginn að tala um að opinberar stofnanir eða einhver eftirlitsaðili sé að brjóta sig eða hakka sig inn til að komast að því að einhver sé að svíkja út úr sameiginlegum sjóðum.“ Hún segir að allajafna sé það svo að öllu sem sé deilt á opinn reikning sé álitið sem opinber gögn. Helga segir að það sé svo orðið vafasamarar ef aðili frá tryggingafélagi eða eftirlitsstofnun vingast við einhvern til að komast inn á lokaða síðu. „Í grunninn viljum við ekki að fólk sé að fá bætur fyrir eitthvað sem það á ekki að fá bætur fyrir. Við hljótum öll að vera sammála um það. Við viljum ekki að það sé misfarið með opinbera sjóði sem við öll erum að borga í,“ segir Helga. Það séu alltaf einhver mörk og spurningin sé hvort að það sé verið að seilast of langt með því að nýta þessi gögn í að skera úr um það. Ekkert prívat á samfélagsmiðlum Helga segir að í grunninn eigi fólk að vita að það sem það setur á samfélagsmiðla, það sé ekki prívat. „Þú ert alltaf að deila með fyrirtækinu og ef reikningurinn er opinn þá ertu líka með þetta opið fyrir alla. Ef lífið þitt þar er ekki í samræmi við umsóknarferli um bætur þá kannski er ekkert óeðlilegt að það sé tekið af þér.“ Helga segir Persónuvernd ekki hafa tekið við kvörtunum um álíka mál og segir það í raun miður hversu fá slík mál enda á þeirra borði. Það sé oftar verið að kvarta til þeirra um myndbirtingar eða til dæmis þegar nágrannar eru með myndavélavakt sem snýr að heimili þeirra eða garði. „Þetta eru undanfarið smærri mál en hvert og eitt mál getur skipt þá einstaklinga sem það tengist miklu máli.“
Persónuvernd Samfélagsmiðlar Félagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira