BBC staðfesti í dag að Jenas hefði verið sagt upp störfum. Hann stjórnaði The One Show og var reglulegur gestur í Match of the Day.
Samkvæmt heimildum The Sun var ástæða uppsagnar Jenas ásakanir um óviðeigandi hegðun. Í yfirlýsingu BBC kemur fram að Jenas hafi verið sakaður um skilaboðasendingar sem þóttu ekki í lagi.
Auk þess sem Jenas vann fyrir BBC starfar hann hjá talkSPORT og TNT Sports. Ekki liggur fyrir hvort brottreksturinn frá BBC hafi áhrif á störf hans fyrir hin fyrirtækin.
Jenas var í miklum metum hjá BBC en hann hafði meðal annars verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Garys Lineker með Match of the Day.
Jenas lagði skóna á hilluna 2016 en á ferlinum lék hann með Nottingham Forest, Newcastle United, Tottenham, Aston Villa og QPR. Jenas lék 21 landsleik fyrir England.