Heilbrigðiskerfið í stórasta landi í heimi Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 22. ágúst 2024 17:32 Ég ligg hér og hugsa, og skrifa svo mikið, Um allt sem hefur gerst, og alla sem þið hafið svikið. Ég bið ekki um margt, bara að á mig þið hlustið. En þið sjáið ekki raunina, við erum fólkið sem þið þjónustið. Ég hef eytt blóði, svita og tárum, í baráttu sem skilur mig eftir í sárum. Og ég get ekkert að því gert að vona, að sá næsti sem þarf á ykkur að halda sé ekki kona. Í apríl fór ég í veikindaleyfi frá vinnu, vinnu sem ég algerlega elska og dýrka. Veikindaleyfið var útaf orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í allskonar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert. Í maí kom svo í ljós að ég er með POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Það er bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. Ég er á tvemur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert. Ég gafst upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri um miðjan júlí og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, hann svarar mér nánast strax og ég fæ tíma viku seinna, þann 24. júlí. Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan. Orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan eru helstu einkenni, en listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. En ég fór áðan, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, segi við konuna í móttökunni hvað sé að og hún skráir mig inn. Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar. Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri. Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda. Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað. Höfundur er rafeindavirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Ég ligg hér og hugsa, og skrifa svo mikið, Um allt sem hefur gerst, og alla sem þið hafið svikið. Ég bið ekki um margt, bara að á mig þið hlustið. En þið sjáið ekki raunina, við erum fólkið sem þið þjónustið. Ég hef eytt blóði, svita og tárum, í baráttu sem skilur mig eftir í sárum. Og ég get ekkert að því gert að vona, að sá næsti sem þarf á ykkur að halda sé ekki kona. Í apríl fór ég í veikindaleyfi frá vinnu, vinnu sem ég algerlega elska og dýrka. Veikindaleyfið var útaf orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í allskonar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert. Í maí kom svo í ljós að ég er með POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Það er bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. Ég er á tvemur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert. Ég gafst upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri um miðjan júlí og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, hann svarar mér nánast strax og ég fæ tíma viku seinna, þann 24. júlí. Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan. Orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan eru helstu einkenni, en listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. En ég fór áðan, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, segi við konuna í móttökunni hvað sé að og hún skráir mig inn. Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar. Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri. Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda. Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað. Höfundur er rafeindavirki
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun