Vindur í eigu þjóðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. ágúst 2024 07:02 Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu. Á fáum og röskuðum svæðum Ísland á að nýta auðlindir sínar í sátt við samfélag og náttúru. Gott er ganga út frá því viðmiði að náttúran sé friðhelg og nýting sé undantekning frá þeirri meginreglu. Við Íslendingar búum í nánara sambandi við náttúruna en margar aðrar þjóðir og hún er órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar. Vindorkuver valda meira raski á náttúrunni en oft er haldið fram í umræðunni og framkvæmdir eru ekki endilega að fullu afturkræfar. Á Íslandi má enn finna lítt snortin víðerni og stór svæði þar sem áhrifa mannsins gætir takmarkað, sem er nánast einsdæmi í okkar heimshluta og ef vindorkuver eru reist á landi ættu þau að vera á fáum stöðum og á þegar röskuðum svæðum. Þá er mikilvægt að halda vindorkuverum utan miðhálendis Íslands, náttúruverndarsvæða og víðerna, mikilvægra fuglasvæða og farleiða fugla svo eitthvað sé nefnt. Samfélagslegt eignarhald og auðlindagjald Ein af grundvallarstoðum í stefnu Vinstri grænna er að orkuauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu. Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi er ekki æskileg að mínu mati. Landsvirkjun, sem er í samfélagslegri eigu, ætti að gegna því hlutverki. Þá er mikilvægt að taka auðlindagjald af vindorkuvirkjunum sem á að renna til samfélagsins alls. Orka í þágu innlendra orkuskipta, ekki útflutnings Vinstri græn telja að fyrst og fremst skuli horfa til betri nýtingar orkunnar og jafna aðgengi að nauðsynlegum orkuskiptum um land allt. Jafnframt að ef afla þurfi frekari orku skuli henni ráðstafað í þágu almennra nota og innlendra orkuskipta en ekki til útflutnings. Þannig getur Ísland haldið áfram að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku án þess að ráðast í stórfelldar fórnir á náttúru Íslands. Ósnortin náttúra landsins og víðernin eru líka verðmæt auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Orkumál Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu. Á fáum og röskuðum svæðum Ísland á að nýta auðlindir sínar í sátt við samfélag og náttúru. Gott er ganga út frá því viðmiði að náttúran sé friðhelg og nýting sé undantekning frá þeirri meginreglu. Við Íslendingar búum í nánara sambandi við náttúruna en margar aðrar þjóðir og hún er órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar. Vindorkuver valda meira raski á náttúrunni en oft er haldið fram í umræðunni og framkvæmdir eru ekki endilega að fullu afturkræfar. Á Íslandi má enn finna lítt snortin víðerni og stór svæði þar sem áhrifa mannsins gætir takmarkað, sem er nánast einsdæmi í okkar heimshluta og ef vindorkuver eru reist á landi ættu þau að vera á fáum stöðum og á þegar röskuðum svæðum. Þá er mikilvægt að halda vindorkuverum utan miðhálendis Íslands, náttúruverndarsvæða og víðerna, mikilvægra fuglasvæða og farleiða fugla svo eitthvað sé nefnt. Samfélagslegt eignarhald og auðlindagjald Ein af grundvallarstoðum í stefnu Vinstri grænna er að orkuauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu. Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi er ekki æskileg að mínu mati. Landsvirkjun, sem er í samfélagslegri eigu, ætti að gegna því hlutverki. Þá er mikilvægt að taka auðlindagjald af vindorkuvirkjunum sem á að renna til samfélagsins alls. Orka í þágu innlendra orkuskipta, ekki útflutnings Vinstri græn telja að fyrst og fremst skuli horfa til betri nýtingar orkunnar og jafna aðgengi að nauðsynlegum orkuskiptum um land allt. Jafnframt að ef afla þurfi frekari orku skuli henni ráðstafað í þágu almennra nota og innlendra orkuskipta en ekki til útflutnings. Þannig getur Ísland haldið áfram að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku án þess að ráðast í stórfelldar fórnir á náttúru Íslands. Ósnortin náttúra landsins og víðernin eru líka verðmæt auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar