KR slítur samstarfinu „án nokkurs fyrirvara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:24 KR og Grótta hafa verið í samstarfi í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna undanfarin ár. Vísir/Samsett KR hefur slitið samstarfi við Gróttu í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu segir að ákvörðunin hafi verið tilkynnt án nokkurs fyrirvara og komið þeim að óvörum. Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann. Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann.
Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira