Mikilvægt að bílastæðagjöld skili sér í þjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 20. ágúst 2024 20:57 Þjóðgarðsvörður segir engan hagnað standa eftir af bílastæðagjöldum. Vísir/Bjarni Bílastæðagjöld og aðgangseyrir að náttúruperlum skila eigendum gríðarlegum tekjum. Misjafnt er hvort eða hvernig rekstraraðilar ferðamannastaða nýta tekjur til uppbyggingar á aðstöðu. Ríki, sveitarfélög og einkaaðilar hafa tekið upp bílastæðagjöld á hátt í þrjátíu ferðamannastöðum á landinu. Í gær kom fram hjá ferðamálastjóra að koma þyrfti böndum á þessa þróun. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum kom á bílastæðagjöldum fyrir átta árum. Þjóðgarðsvörður segir gjaldtökuna hafa gengið vel. „Þetta hefur skipt sköpum í því að geta rekið staðinn hérna með sóma,“ segir Einar Á. E. Sæmundsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Enginn hagnaður Þjóðgarðsvörður segir að bílastæðagjöldin standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi þjóðgarðsins. Engin hagnaður standi hins vegar eftir. Gert sé ráð fyrir að bílastæðagjöldin verði um tvö hundruð milljónir króna í ár. „Þegar maður fer hringinn kringum landið og maður þarf að borga hér á helstu náttúruperlum finnst mér mikilvægast að það gjald skili sér í einhverri þjónustu, eins og það sannarlega gerir hérna hjá okkur. Að það verði ekki eitthvað glápgjald. Að þú fáir að taka instargrammyndina á staðnum og svo ferðu burt,“ segir Einar. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Fyrrverandi eigendur Kersins voru með þeim fyrstu til að taka upp gjald við íslenska náttúruperlu árið 2013. Þá kom fram að þeir ætluðu að nota tekjurnar til að byggja upp aðstöðu. Nú ellefu árum seinna er ekkert almenningssalerni á svæðinu. Kerið hagnaðist um 30 milljónir króna árið 2022 en í fyrra eignaðist fyrirtækið Arctic Adventures Kerið. Skiptar skoðanir ferðamanna En hvað finnst ferðamönnum um slíka gjaldtöku? „Það er eins og í Danmörku. Mér finnst það ekki gott. Mér finnst í lagi að borga smáupphæð en ekki mikið,“ segir Line frá Danmörku. Þau Antonin og Iva frá Tékklandi komu af fjöllum þegar þau áttuði sig á því að þau þyrftu að greiða fyrir aðgang að Kerinu og voru enn að hugsa sig um þegar blaðamaður náði af þeim tali. „Það kom okkur dálítið á óvart. Við vissum ekki af þessu. Við erum enn að hugsa okkur um,“ segja þau. „Mér finnst það við hæfi á flestum stöðum. Sumir þeirra eru ekki nógu áhugaverðir til að borga fyrir en flestir þeirra eru það. Svo ég sætti mig við það,“ segir Jakob hins vegar sem er einnig frá Tékklandi. Hugarfarið að breytast Hveragerðisbær ákvað árið 2021 að byrja að taka gjöld fyrir bílastæði í Reykjadal. Sigríður Hjálmarsdóttir, atvinnu- og markaðsfulltrúi hjá Hveragerðisbæ segir bæinn ekki hagnast á gjaldtökunni og fagnar því að Íslendingar séu farnir að átta sig á því að það kosti sitt að viðhalda náttúruperlum landsins. „Útlendingarnir eru kannski sáttari. Mér finnst hins vegar að hugarfarið sé að breytast hjá íslendingum. Vegna þess að Íslendingar eru farnir að átta sig á því að það þarf að viðhalda stöðunum og það kostar. Einhvers staðar að þurfa peningarnir að koma,“ segir Sigríður. Aðspurð segir hún tekjurnar hafa verið breytilegar eftir árum en að síðastliðna tólf mánuði hafi um hundrað þúsund bílar lagt í Reykjadal sem skilaði bænum í kringum 40 milljónum króna. Enginn hagnaður sé þó fólginn í því fyrir bæjarstjórnina og öll upphæðin fer í þjónustu og viðhald. Bæði á stígum á svæðinu og í salrenisaðstöðu, upplýsingagjöf og fleira. Hvaða ramma þurfti bærinn að fara eftir við að koma upp gjaldtöku? „Það er í raun bara það sem segir í lögum. til þess að fá að vera með svona gjaldtöku þarf upphæðin að miðast við það að hún sé til þess að halda út þessari grunnþjónustu. Það er nákvæmlega það sem er að gerast hér,“ segir Sigríður. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Ríki, sveitarfélög og einkaaðilar hafa tekið upp bílastæðagjöld á hátt í þrjátíu ferðamannastöðum á landinu. Í gær kom fram hjá ferðamálastjóra að koma þyrfti böndum á þessa þróun. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum kom á bílastæðagjöldum fyrir átta árum. Þjóðgarðsvörður segir gjaldtökuna hafa gengið vel. „Þetta hefur skipt sköpum í því að geta rekið staðinn hérna með sóma,“ segir Einar Á. E. Sæmundsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Enginn hagnaður Þjóðgarðsvörður segir að bílastæðagjöldin standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi þjóðgarðsins. Engin hagnaður standi hins vegar eftir. Gert sé ráð fyrir að bílastæðagjöldin verði um tvö hundruð milljónir króna í ár. „Þegar maður fer hringinn kringum landið og maður þarf að borga hér á helstu náttúruperlum finnst mér mikilvægast að það gjald skili sér í einhverri þjónustu, eins og það sannarlega gerir hérna hjá okkur. Að það verði ekki eitthvað glápgjald. Að þú fáir að taka instargrammyndina á staðnum og svo ferðu burt,“ segir Einar. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Fyrrverandi eigendur Kersins voru með þeim fyrstu til að taka upp gjald við íslenska náttúruperlu árið 2013. Þá kom fram að þeir ætluðu að nota tekjurnar til að byggja upp aðstöðu. Nú ellefu árum seinna er ekkert almenningssalerni á svæðinu. Kerið hagnaðist um 30 milljónir króna árið 2022 en í fyrra eignaðist fyrirtækið Arctic Adventures Kerið. Skiptar skoðanir ferðamanna En hvað finnst ferðamönnum um slíka gjaldtöku? „Það er eins og í Danmörku. Mér finnst það ekki gott. Mér finnst í lagi að borga smáupphæð en ekki mikið,“ segir Line frá Danmörku. Þau Antonin og Iva frá Tékklandi komu af fjöllum þegar þau áttuði sig á því að þau þyrftu að greiða fyrir aðgang að Kerinu og voru enn að hugsa sig um þegar blaðamaður náði af þeim tali. „Það kom okkur dálítið á óvart. Við vissum ekki af þessu. Við erum enn að hugsa okkur um,“ segja þau. „Mér finnst það við hæfi á flestum stöðum. Sumir þeirra eru ekki nógu áhugaverðir til að borga fyrir en flestir þeirra eru það. Svo ég sætti mig við það,“ segir Jakob hins vegar sem er einnig frá Tékklandi. Hugarfarið að breytast Hveragerðisbær ákvað árið 2021 að byrja að taka gjöld fyrir bílastæði í Reykjadal. Sigríður Hjálmarsdóttir, atvinnu- og markaðsfulltrúi hjá Hveragerðisbæ segir bæinn ekki hagnast á gjaldtökunni og fagnar því að Íslendingar séu farnir að átta sig á því að það kosti sitt að viðhalda náttúruperlum landsins. „Útlendingarnir eru kannski sáttari. Mér finnst hins vegar að hugarfarið sé að breytast hjá íslendingum. Vegna þess að Íslendingar eru farnir að átta sig á því að það þarf að viðhalda stöðunum og það kostar. Einhvers staðar að þurfa peningarnir að koma,“ segir Sigríður. Aðspurð segir hún tekjurnar hafa verið breytilegar eftir árum en að síðastliðna tólf mánuði hafi um hundrað þúsund bílar lagt í Reykjadal sem skilaði bænum í kringum 40 milljónum króna. Enginn hagnaður sé þó fólginn í því fyrir bæjarstjórnina og öll upphæðin fer í þjónustu og viðhald. Bæði á stígum á svæðinu og í salrenisaðstöðu, upplýsingagjöf og fleira. Hvaða ramma þurfti bærinn að fara eftir við að koma upp gjaldtöku? „Það er í raun bara það sem segir í lögum. til þess að fá að vera með svona gjaldtöku þarf upphæðin að miðast við það að hún sé til þess að halda út þessari grunnþjónustu. Það er nákvæmlega það sem er að gerast hér,“ segir Sigríður.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira