KSÍ hafnar kröfu KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 17:52 Framkvæmdastjóri KSÍ, Jörundur Áki Sveinsson. vísir Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum. Þannig er mál með vexti að leikur HK og KR í Kórnum fór ekki fram þar sem annað mark vallarins var ónýtt. Náð var í varamörk en þau stóðust ekki kröfur dómara leiksins og á endanum var leiknum frestað. KR-ingar kröfðust þess að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum en í yfirlýsingu frá félaginu er beint á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Nú hefur KSÍ hafnað þeirri kröfu. Á vef sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 8/2024. Hefur nefndin hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Einnig hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.“ Leikurinn mun fara fram þann 22. ágúst næstkomandi eða á fimmtudaginn kemur. Hér að neðan má sjá nánari útskýringu á ákvörðun KSÍ. Hér má svo lesa úrskurðinn í heild sinni. […] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ KR HK Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Þannig er mál með vexti að leikur HK og KR í Kórnum fór ekki fram þar sem annað mark vallarins var ónýtt. Náð var í varamörk en þau stóðust ekki kröfur dómara leiksins og á endanum var leiknum frestað. KR-ingar kröfðust þess að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum en í yfirlýsingu frá félaginu er beint á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Nú hefur KSÍ hafnað þeirri kröfu. Á vef sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 8/2024. Hefur nefndin hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Einnig hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.“ Leikurinn mun fara fram þann 22. ágúst næstkomandi eða á fimmtudaginn kemur. Hér að neðan má sjá nánari útskýringu á ákvörðun KSÍ. Hér má svo lesa úrskurðinn í heild sinni. […] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
[…] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ KR HK Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira