KSÍ hafnar kröfu KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 17:52 Framkvæmdastjóri KSÍ, Jörundur Áki Sveinsson. vísir Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum. Þannig er mál með vexti að leikur HK og KR í Kórnum fór ekki fram þar sem annað mark vallarins var ónýtt. Náð var í varamörk en þau stóðust ekki kröfur dómara leiksins og á endanum var leiknum frestað. KR-ingar kröfðust þess að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum en í yfirlýsingu frá félaginu er beint á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Nú hefur KSÍ hafnað þeirri kröfu. Á vef sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 8/2024. Hefur nefndin hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Einnig hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.“ Leikurinn mun fara fram þann 22. ágúst næstkomandi eða á fimmtudaginn kemur. Hér að neðan má sjá nánari útskýringu á ákvörðun KSÍ. Hér má svo lesa úrskurðinn í heild sinni. […] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ KR HK Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
Þannig er mál með vexti að leikur HK og KR í Kórnum fór ekki fram þar sem annað mark vallarins var ónýtt. Náð var í varamörk en þau stóðust ekki kröfur dómara leiksins og á endanum var leiknum frestað. KR-ingar kröfðust þess að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum en í yfirlýsingu frá félaginu er beint á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Nú hefur KSÍ hafnað þeirri kröfu. Á vef sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 8/2024. Hefur nefndin hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Einnig hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.“ Leikurinn mun fara fram þann 22. ágúst næstkomandi eða á fimmtudaginn kemur. Hér að neðan má sjá nánari útskýringu á ákvörðun KSÍ. Hér má svo lesa úrskurðinn í heild sinni. […] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
[…] Er í málinu, af hálfu kæranda, gerð krafa um afar íþyngjandi viðurlög í garð kærða HK. Að mati nefndarinnar og á grundvelli almennra lagasjónarmiða þarf skýr viðurlagaheimild að vera fyrir hendi þannig að víst megi telja að tiltekin viðurlög liggi við tilgreindu broti, sbr. þegar lið mætir ekki til leiks, sbr. 35. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, eða þegar lið teflir fram ólöglegum leikmanni, sbr. 36. grein sömu reglugerðar. Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað. […] Að mati aga- og úrskurðarnefndar er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Með vísan til þessa og greinar 34.6. reglugerðar knattspyrnumót er ekki fallist á það með kæranda að mótanefnd KSÍ hafi ekki verið heimilt á að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Samkvæmt grein 34.6. sker mótanefnd KSÍ úr öllum vafaatriðum varðandi framkvæmd móts og einstakra leikja og hefur hún rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Er kröfu kæranda um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ því hafnað. […] Með vísan til áðurnefndrar greinar 32.1 laga KSÍ og 4. greinar starfsreglna mótanefndar KSÍ er ljóst að ákvörðunarvald um frestun leikja og hvenær þeir skuli settir á að nýju falli í hlut mótanefndar KSÍ. Er því ljóst að aga- og úrskurðarnefnd hefur ekki úrskurðarvald um kröfu kæranda um að leik HK og KR í Bestu deild karla sem settur hefur verið 22. ágúst nk. verði frestað á meðan mál þetta er til lykta leitt. Er þeirri kröfu því vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ KR HK Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira