Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 20. ágúst 2024 15:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Egill Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira