Telja apabóluna ekki „nýja COVID“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 13:22 Rafeindasmásjármynd af apabóluveirunni í smitaðri frumu. AP/NIAID Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið. Áhyggjur hafa vaknað af nýju afbrigði mpox-veirunnar sem virðist smitast greiðar við náið samneyti en eldri afbrigði. Veirusýkingin er yfirleitt væg en getur þó dregið sjúklinga til dauða. Faraldur sem blossaði upp í Afríku hefur dreift úr sér og greindist tilfelli í Svíþjóð í síðustu viku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandið vegna nýja afbrigðisins. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttast nýjan heimsfaraldur eftir kórónuveirufaraldurinn sem fór um heiminn fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Um hundrað ný tifelli mpox greinist nú í Evrópu á mánuði. „Við getum og við verðum að taka á mpox saman,“ sagði Kluge sem lagði áherslu á að mpox-veiran væri ólík kórónuveirunni sem kostaði milljónir mannslífa. Spurning væri hvort heimsbyggðin brygðist við með því að ná tökum á mpox og útrýma veirunni á heimsvísu eða með óðagoti og vanrækslu. „Það hvernig við bregðumst við núna og á komandi árum verður mikilvæg prófraun fyrir Evrópu og heimsbyggðina,“ sagði Kluge við fréttafólk í dag. Mpox-veiran smitast við náið líkamlegt samneyti, þar á meðal við kynmök. Engar vísbendingar eru um að veiran smitist með lofti, ólíkt COVID-19. Apabóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04 Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05 Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Áhyggjur hafa vaknað af nýju afbrigði mpox-veirunnar sem virðist smitast greiðar við náið samneyti en eldri afbrigði. Veirusýkingin er yfirleitt væg en getur þó dregið sjúklinga til dauða. Faraldur sem blossaði upp í Afríku hefur dreift úr sér og greindist tilfelli í Svíþjóð í síðustu viku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandið vegna nýja afbrigðisins. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttast nýjan heimsfaraldur eftir kórónuveirufaraldurinn sem fór um heiminn fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Um hundrað ný tifelli mpox greinist nú í Evrópu á mánuði. „Við getum og við verðum að taka á mpox saman,“ sagði Kluge sem lagði áherslu á að mpox-veiran væri ólík kórónuveirunni sem kostaði milljónir mannslífa. Spurning væri hvort heimsbyggðin brygðist við með því að ná tökum á mpox og útrýma veirunni á heimsvísu eða með óðagoti og vanrækslu. „Það hvernig við bregðumst við núna og á komandi árum verður mikilvæg prófraun fyrir Evrópu og heimsbyggðina,“ sagði Kluge við fréttafólk í dag. Mpox-veiran smitast við náið líkamlegt samneyti, þar á meðal við kynmök. Engar vísbendingar eru um að veiran smitist með lofti, ólíkt COVID-19.
Apabóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04 Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05 Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04
Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05
Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58