Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 23:43 Litlar líkur eru taldar á því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á miðvikudaginn. Vísir Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. „Það er eiginlega samstaða um það, við hjá Innherja gerðum könnun hjá okkur meðal markaðsaðila, hagfræðinga og greinenda, og það var alveg einróma samstaða um að það yrðu óbreyttir vextir sjötta fundinn í röð, í 9,25 prósentum,“ sagði Hörður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Því miður megi segja að helstu hagvísar frá síðasta vaxtaákvarðanafundi Seðlabankans í maí, hafi þróast með þeim hætti sem bankinn hefði síður viljað. „Við sjáum að einkaneyslan er að vaxa meira heldur en bankinn spáði fyrr á árinu, verðbólgan hækkaði mjög óvænt í síðastliðnum mánuði upp í 6,3 prósent og er þá hærri en hún var í maí,“ segir Hörður. Verðbólguvæntingarnar séu annað hvort óbreyttar, eða hafi heldur hækkað. Spenna á vinnumarkaði og íbúðamarkaði Hörður segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að mikil spenna og atvinnuþátttaka á vinnumarkaði muni viðhalda áframhaldandi hækkun launa á vinnumarkaði. Einnig sé spenna á íbúðamarkaði. „Þannig það er rosalega fátt sem Seðlabankinn getur bent í og rökstutt að vextir lækki á næsta fundi. Það væri eiginlega að taka algjöra u-beygju frá síðustu yfirlýsingu sinni.“ Íslendingar að eyða meira í ár en í fyrra Hörður segir bagalegt að ekki hafi legið fyrir algjörlega réttar tölur varðandi kortaveltu á Íslandi í að verða tvö ár. Leiðréttar tölur um kortaveltu í sumar hafi þó leitt í l´jos að kortavelta erlendra ferðamanna hafi verið meiri en búist var við, jafnvel meiri en í fyrra. Síðan hafi komið í ljós að Íslendingar séu að eyða meira í ár en í fyrra, og það sé atriði sem Seðlabankinn muni horfa mikið til. Seðlabankinn og greiningadeildir bankanna hafi á undanförnum mánuðum vera að lækka hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár, en tölurnar um kortaveltu geti breytt þessu. „Seðlabankinn reiknaði með 1,1, prósenti í ár, bankarnir hafa verið að spá svona 0,5 prósent hagvexti, og það hefur meðal annars verið grundvallað á því að umsvifin hér heima, einkaneyslan sé að dragast saman. Þessar tölur gefa það ekki til kynna þannig það gæti gerst að núna hækki hagvaxtarhorfurnar upp á við,“ segir Hörður. Hann segir að þessar tölur segi okkur að einhverju leyti hvað hagkerfið sé að sýna mikla seiglu í þessu gríðarlega háa vaxtastigi, þrátt fyrir allt saman. Vextir ekki lækkaðir fyrr en í nóvember „Við erum ekki að sjá einhver hættumerki um að það sé eitthvað að brotna, en það getur samt gerst mjög fljótt, og seðlabankinn þarf auðvitað að vera með það í huga, að aðgerðir hans, þetta háa vaxtastig, að lokum valdi ekki meiri skaða fyrir hagkerfið heldur en ávinningi í því að ná niður verðbólgunni,“ segir Hörður. Hann segist halda að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember, á síðasta vaxtaákvarðanafundi ársins. Einn fundur verður á miðvikudaginn, annar í október og að lokum í nóvember. „Ef ég ætti að giska? Ég myndi giska nóvember. Ég held það sé því miður útilokað að þeir verði lækkaðir í október,“ segir hann. Seðlabankinn vilji væntanlega sjá tvær verðbólgumælingar niður á við, til að réttlæta það að lækka vexti. Eins þurfi verðbólguvæntingar að fara þokast niður á við. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Það er eiginlega samstaða um það, við hjá Innherja gerðum könnun hjá okkur meðal markaðsaðila, hagfræðinga og greinenda, og það var alveg einróma samstaða um að það yrðu óbreyttir vextir sjötta fundinn í röð, í 9,25 prósentum,“ sagði Hörður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Því miður megi segja að helstu hagvísar frá síðasta vaxtaákvarðanafundi Seðlabankans í maí, hafi þróast með þeim hætti sem bankinn hefði síður viljað. „Við sjáum að einkaneyslan er að vaxa meira heldur en bankinn spáði fyrr á árinu, verðbólgan hækkaði mjög óvænt í síðastliðnum mánuði upp í 6,3 prósent og er þá hærri en hún var í maí,“ segir Hörður. Verðbólguvæntingarnar séu annað hvort óbreyttar, eða hafi heldur hækkað. Spenna á vinnumarkaði og íbúðamarkaði Hörður segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að mikil spenna og atvinnuþátttaka á vinnumarkaði muni viðhalda áframhaldandi hækkun launa á vinnumarkaði. Einnig sé spenna á íbúðamarkaði. „Þannig það er rosalega fátt sem Seðlabankinn getur bent í og rökstutt að vextir lækki á næsta fundi. Það væri eiginlega að taka algjöra u-beygju frá síðustu yfirlýsingu sinni.“ Íslendingar að eyða meira í ár en í fyrra Hörður segir bagalegt að ekki hafi legið fyrir algjörlega réttar tölur varðandi kortaveltu á Íslandi í að verða tvö ár. Leiðréttar tölur um kortaveltu í sumar hafi þó leitt í l´jos að kortavelta erlendra ferðamanna hafi verið meiri en búist var við, jafnvel meiri en í fyrra. Síðan hafi komið í ljós að Íslendingar séu að eyða meira í ár en í fyrra, og það sé atriði sem Seðlabankinn muni horfa mikið til. Seðlabankinn og greiningadeildir bankanna hafi á undanförnum mánuðum vera að lækka hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár, en tölurnar um kortaveltu geti breytt þessu. „Seðlabankinn reiknaði með 1,1, prósenti í ár, bankarnir hafa verið að spá svona 0,5 prósent hagvexti, og það hefur meðal annars verið grundvallað á því að umsvifin hér heima, einkaneyslan sé að dragast saman. Þessar tölur gefa það ekki til kynna þannig það gæti gerst að núna hækki hagvaxtarhorfurnar upp á við,“ segir Hörður. Hann segir að þessar tölur segi okkur að einhverju leyti hvað hagkerfið sé að sýna mikla seiglu í þessu gríðarlega háa vaxtastigi, þrátt fyrir allt saman. Vextir ekki lækkaðir fyrr en í nóvember „Við erum ekki að sjá einhver hættumerki um að það sé eitthvað að brotna, en það getur samt gerst mjög fljótt, og seðlabankinn þarf auðvitað að vera með það í huga, að aðgerðir hans, þetta háa vaxtastig, að lokum valdi ekki meiri skaða fyrir hagkerfið heldur en ávinningi í því að ná niður verðbólgunni,“ segir Hörður. Hann segist halda að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember, á síðasta vaxtaákvarðanafundi ársins. Einn fundur verður á miðvikudaginn, annar í október og að lokum í nóvember. „Ef ég ætti að giska? Ég myndi giska nóvember. Ég held það sé því miður útilokað að þeir verði lækkaðir í október,“ segir hann. Seðlabankinn vilji væntanlega sjá tvær verðbólgumælingar niður á við, til að réttlæta það að lækka vexti. Eins þurfi verðbólguvæntingar að fara þokast niður á við.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent