Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 23:43 Litlar líkur eru taldar á því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á miðvikudaginn. Vísir Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. „Það er eiginlega samstaða um það, við hjá Innherja gerðum könnun hjá okkur meðal markaðsaðila, hagfræðinga og greinenda, og það var alveg einróma samstaða um að það yrðu óbreyttir vextir sjötta fundinn í röð, í 9,25 prósentum,“ sagði Hörður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Því miður megi segja að helstu hagvísar frá síðasta vaxtaákvarðanafundi Seðlabankans í maí, hafi þróast með þeim hætti sem bankinn hefði síður viljað. „Við sjáum að einkaneyslan er að vaxa meira heldur en bankinn spáði fyrr á árinu, verðbólgan hækkaði mjög óvænt í síðastliðnum mánuði upp í 6,3 prósent og er þá hærri en hún var í maí,“ segir Hörður. Verðbólguvæntingarnar séu annað hvort óbreyttar, eða hafi heldur hækkað. Spenna á vinnumarkaði og íbúðamarkaði Hörður segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að mikil spenna og atvinnuþátttaka á vinnumarkaði muni viðhalda áframhaldandi hækkun launa á vinnumarkaði. Einnig sé spenna á íbúðamarkaði. „Þannig það er rosalega fátt sem Seðlabankinn getur bent í og rökstutt að vextir lækki á næsta fundi. Það væri eiginlega að taka algjöra u-beygju frá síðustu yfirlýsingu sinni.“ Íslendingar að eyða meira í ár en í fyrra Hörður segir bagalegt að ekki hafi legið fyrir algjörlega réttar tölur varðandi kortaveltu á Íslandi í að verða tvö ár. Leiðréttar tölur um kortaveltu í sumar hafi þó leitt í l´jos að kortavelta erlendra ferðamanna hafi verið meiri en búist var við, jafnvel meiri en í fyrra. Síðan hafi komið í ljós að Íslendingar séu að eyða meira í ár en í fyrra, og það sé atriði sem Seðlabankinn muni horfa mikið til. Seðlabankinn og greiningadeildir bankanna hafi á undanförnum mánuðum vera að lækka hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár, en tölurnar um kortaveltu geti breytt þessu. „Seðlabankinn reiknaði með 1,1, prósenti í ár, bankarnir hafa verið að spá svona 0,5 prósent hagvexti, og það hefur meðal annars verið grundvallað á því að umsvifin hér heima, einkaneyslan sé að dragast saman. Þessar tölur gefa það ekki til kynna þannig það gæti gerst að núna hækki hagvaxtarhorfurnar upp á við,“ segir Hörður. Hann segir að þessar tölur segi okkur að einhverju leyti hvað hagkerfið sé að sýna mikla seiglu í þessu gríðarlega háa vaxtastigi, þrátt fyrir allt saman. Vextir ekki lækkaðir fyrr en í nóvember „Við erum ekki að sjá einhver hættumerki um að það sé eitthvað að brotna, en það getur samt gerst mjög fljótt, og seðlabankinn þarf auðvitað að vera með það í huga, að aðgerðir hans, þetta háa vaxtastig, að lokum valdi ekki meiri skaða fyrir hagkerfið heldur en ávinningi í því að ná niður verðbólgunni,“ segir Hörður. Hann segist halda að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember, á síðasta vaxtaákvarðanafundi ársins. Einn fundur verður á miðvikudaginn, annar í október og að lokum í nóvember. „Ef ég ætti að giska? Ég myndi giska nóvember. Ég held það sé því miður útilokað að þeir verði lækkaðir í október,“ segir hann. Seðlabankinn vilji væntanlega sjá tvær verðbólgumælingar niður á við, til að réttlæta það að lækka vexti. Eins þurfi verðbólguvæntingar að fara þokast niður á við. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
„Það er eiginlega samstaða um það, við hjá Innherja gerðum könnun hjá okkur meðal markaðsaðila, hagfræðinga og greinenda, og það var alveg einróma samstaða um að það yrðu óbreyttir vextir sjötta fundinn í röð, í 9,25 prósentum,“ sagði Hörður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Því miður megi segja að helstu hagvísar frá síðasta vaxtaákvarðanafundi Seðlabankans í maí, hafi þróast með þeim hætti sem bankinn hefði síður viljað. „Við sjáum að einkaneyslan er að vaxa meira heldur en bankinn spáði fyrr á árinu, verðbólgan hækkaði mjög óvænt í síðastliðnum mánuði upp í 6,3 prósent og er þá hærri en hún var í maí,“ segir Hörður. Verðbólguvæntingarnar séu annað hvort óbreyttar, eða hafi heldur hækkað. Spenna á vinnumarkaði og íbúðamarkaði Hörður segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að mikil spenna og atvinnuþátttaka á vinnumarkaði muni viðhalda áframhaldandi hækkun launa á vinnumarkaði. Einnig sé spenna á íbúðamarkaði. „Þannig það er rosalega fátt sem Seðlabankinn getur bent í og rökstutt að vextir lækki á næsta fundi. Það væri eiginlega að taka algjöra u-beygju frá síðustu yfirlýsingu sinni.“ Íslendingar að eyða meira í ár en í fyrra Hörður segir bagalegt að ekki hafi legið fyrir algjörlega réttar tölur varðandi kortaveltu á Íslandi í að verða tvö ár. Leiðréttar tölur um kortaveltu í sumar hafi þó leitt í l´jos að kortavelta erlendra ferðamanna hafi verið meiri en búist var við, jafnvel meiri en í fyrra. Síðan hafi komið í ljós að Íslendingar séu að eyða meira í ár en í fyrra, og það sé atriði sem Seðlabankinn muni horfa mikið til. Seðlabankinn og greiningadeildir bankanna hafi á undanförnum mánuðum vera að lækka hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár, en tölurnar um kortaveltu geti breytt þessu. „Seðlabankinn reiknaði með 1,1, prósenti í ár, bankarnir hafa verið að spá svona 0,5 prósent hagvexti, og það hefur meðal annars verið grundvallað á því að umsvifin hér heima, einkaneyslan sé að dragast saman. Þessar tölur gefa það ekki til kynna þannig það gæti gerst að núna hækki hagvaxtarhorfurnar upp á við,“ segir Hörður. Hann segir að þessar tölur segi okkur að einhverju leyti hvað hagkerfið sé að sýna mikla seiglu í þessu gríðarlega háa vaxtastigi, þrátt fyrir allt saman. Vextir ekki lækkaðir fyrr en í nóvember „Við erum ekki að sjá einhver hættumerki um að það sé eitthvað að brotna, en það getur samt gerst mjög fljótt, og seðlabankinn þarf auðvitað að vera með það í huga, að aðgerðir hans, þetta háa vaxtastig, að lokum valdi ekki meiri skaða fyrir hagkerfið heldur en ávinningi í því að ná niður verðbólgunni,“ segir Hörður. Hann segist halda að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember, á síðasta vaxtaákvarðanafundi ársins. Einn fundur verður á miðvikudaginn, annar í október og að lokum í nóvember. „Ef ég ætti að giska? Ég myndi giska nóvember. Ég held það sé því miður útilokað að þeir verði lækkaðir í október,“ segir hann. Seðlabankinn vilji væntanlega sjá tvær verðbólgumælingar niður á við, til að réttlæta það að lækka vexti. Eins þurfi verðbólguvæntingar að fara þokast niður á við.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent