Jódísi ofbýður áfengisneysla á Alþingi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:36 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, segist hafa gert athugasemd innan forsætisnefndar Alþingis vegna áfengisneyslu þingmanna við þinglok í vor. Hún segir það ekki boðlegt að þingmenn skuli standa í ræðustól á Alþingi Íslendinga undir áhrifum áfengis. Það sé gríðarleg vanvirðing við land og þjóð. Í viðtali við Rauða borð Samstöðvarinnar í dag gerir Jódís áfengismenningu á Alþingi að umtalsefni sínu. Hún segir ómenningu tíðkast hvað áfengi varðar á Íslandi og að sumir þingmenn sem hafa barist fyrir því að aukið verði framboð áfengis á Íslandi ættu að líta sér nær. „Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er auðvitað margra áratuga saga. Við höfum haft hér stór blaðamál og fólk jafnvel verið svipt ærunni fyrir að vera undir áhrifum í þessu starfi,“ segir Jódís. Hún nefnir engin nöfn en segist líta svo á að hún, sem óvirkur alkohólisti, eigi heimtingu á því að á hennar vinnustað sé ekki drykkjuskapur. Hún, sem þingmaður, þurfi að mæta í veislur og móttökur þar sem neytt sé áfengis en þar hafi hún alltaf þann valmöguleika að stimpla sig út og fara úr aðstæðunum. Það eigi þó ekki við þegar þingfundur stendur yfir. „Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi. Ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ segir Jódís. „En þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ segir Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Í viðtali við Rauða borð Samstöðvarinnar í dag gerir Jódís áfengismenningu á Alþingi að umtalsefni sínu. Hún segir ómenningu tíðkast hvað áfengi varðar á Íslandi og að sumir þingmenn sem hafa barist fyrir því að aukið verði framboð áfengis á Íslandi ættu að líta sér nær. „Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er auðvitað margra áratuga saga. Við höfum haft hér stór blaðamál og fólk jafnvel verið svipt ærunni fyrir að vera undir áhrifum í þessu starfi,“ segir Jódís. Hún nefnir engin nöfn en segist líta svo á að hún, sem óvirkur alkohólisti, eigi heimtingu á því að á hennar vinnustað sé ekki drykkjuskapur. Hún, sem þingmaður, þurfi að mæta í veislur og móttökur þar sem neytt sé áfengis en þar hafi hún alltaf þann valmöguleika að stimpla sig út og fara úr aðstæðunum. Það eigi þó ekki við þegar þingfundur stendur yfir. „Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi. Ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ segir Jódís. „En þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ segir Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira