Fimmtíu ár frá opnun Hringvegar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 19:12 Mikil umferð var um brúna þegar hún opnaði. Ímynd/Vegagerðin Fimmtíu ár eru frá því að Skeiðarárbrú var vígð í júlí 1974, og Hringveginum þar með lokað. Í telefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að bygging brúarinnar hafi átt sér langan aðdraganda. Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um undirbúning þess að gera akfært umhverfis landið vorið 1968, og næstu ári hafi verið unnið að rannsóknum og mælingum á Skeiðarársandi í Öræfasveit. „Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega varð fyrir jökulhlaupum. Brúin var að auki lengsta brú landsins, 904 metrar, en styttist í 880 metra eftir Skeiðarárhlaupið 1996, þegar hún skemmdist töluvert.“ Hringvegurinn formlega opnaður 14. júlí 1974. Þúsundir mættu á vígsluna, hvaðanæva að af landinu.Ímynd/Vegagerðin Fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar Brúin og Hringvegurinn var opnaður á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fyrir fimmtíu árum síðan. Mikil hátíðarhöld voru við brúna og dagsrkaín var viðamikil. Heiðursgestur var herra Kristján Eldjárn, forseti lýðveldisins. „Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Ísland aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskipti fólks aukast, Ísland verður betra land og skilningur manna í ólíkum byggðarlögum og samstarf þeirra á eftir að aukast.“ Þetta voru orð Matthíasar Johannessen, er hann tók til máls og ávarpaði hátíðargesti. Lúðrasveit úr Kópavogi spilaði við vígsluna.Ímynd/Vegagerðin Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var heiðursgestur.Ímynd/Vegagerðin Brúin þjónaði sínu hlutverki til ársins 2016, en ný og mun styttri brú var byggð yfir Morsá árið 2017. Skeiðará hafði breytt farvegi sínum árið 2009 eftir umbrot og jökulhlaup áranna á undan. Málþing á Hótel Freysnesi Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram á Hótel Freysnesi klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024, en boðið verður upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Finna má fleiri myndir og frekari umfjöllun á vef Vegagerðarinnar. Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að bygging brúarinnar hafi átt sér langan aðdraganda. Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um undirbúning þess að gera akfært umhverfis landið vorið 1968, og næstu ári hafi verið unnið að rannsóknum og mælingum á Skeiðarársandi í Öræfasveit. „Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega varð fyrir jökulhlaupum. Brúin var að auki lengsta brú landsins, 904 metrar, en styttist í 880 metra eftir Skeiðarárhlaupið 1996, þegar hún skemmdist töluvert.“ Hringvegurinn formlega opnaður 14. júlí 1974. Þúsundir mættu á vígsluna, hvaðanæva að af landinu.Ímynd/Vegagerðin Fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar Brúin og Hringvegurinn var opnaður á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fyrir fimmtíu árum síðan. Mikil hátíðarhöld voru við brúna og dagsrkaín var viðamikil. Heiðursgestur var herra Kristján Eldjárn, forseti lýðveldisins. „Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Ísland aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskipti fólks aukast, Ísland verður betra land og skilningur manna í ólíkum byggðarlögum og samstarf þeirra á eftir að aukast.“ Þetta voru orð Matthíasar Johannessen, er hann tók til máls og ávarpaði hátíðargesti. Lúðrasveit úr Kópavogi spilaði við vígsluna.Ímynd/Vegagerðin Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var heiðursgestur.Ímynd/Vegagerðin Brúin þjónaði sínu hlutverki til ársins 2016, en ný og mun styttri brú var byggð yfir Morsá árið 2017. Skeiðará hafði breytt farvegi sínum árið 2009 eftir umbrot og jökulhlaup áranna á undan. Málþing á Hótel Freysnesi Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram á Hótel Freysnesi klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024, en boðið verður upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Finna má fleiri myndir og frekari umfjöllun á vef Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira