Læknar á Indlandi krefjast aðgerða vegna nauðgunar Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 21:04 „Hún bjargaði lífum. Hver verndaði hennar?“ spurðu mótmælendur. Vísir/EPA Unglæknar á Indlandi mættu margir ekki til vinnu í dag þrátt fyrir að boðuðu verkfalli Læknasamtakanna væri lokið. Læknasamtökin á Indlandi boðuðu til verkfalls um allt land til að krefjast úrbóta fyrir lækna og sérstaklega kvenkyns lækna eftir að 31 árs læknanema var nauðgað og hún myrt á vakt. Lík konunnar fannst í fyrirlestrasal í R G Kar háskóla í Kolkata borg í síðustu viku. Hún var hálfnakin og hafði mikla áverka. Konan fór í fyrirlestrasalinn til að hvíla sig á meðan hún var á vakt á spítalanum. Sjálfboðaliði fyrir lögreglumenn á spítalanum hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Mótmælendur segja breytingar á löggjöf í kjölfar hópnauðgunar í strætó árið 2012 ekki nægja. Það verði að gera meira til að tryggja öryggi kvenna.Vísir/EPA Læknasamtökin á Indlandi boðuðu svo við lok síðustu viku til mótmæla þar sem þess var meðal annars krafist að öryggi lækna yrði tryggt, að auka ætti öryggisráðstafanir á spítölum og að það ætti að búa til örugg rými fyrir lækna til að hvíla sig á. Í bréfi sem samtökin sendu á forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, vegna mótmælanna var meðal annars bent á að um 60 prósent allra lækna á Indlandi eru konur. Nauðsynlegt sé að starfsfólk spítala sé tryggt öryggi og langt til að öryggisreglur á spítölum verði eins og á flugvöllum. Ekki nóg árið 2012 Fjölmargir hafa sýnt samstöðu með mótmælum læknanna og hafa verið haldnir samstöðufundir og samstöðugöngur víða um Indland síðustu daga. Í umfjöllun Reuters um mótmælin segir að kvenkyns aðgerðarsinnar segir atvikið varpa ljósi á það hvernig konur í landinu þjáist enn þrátt fyrir að löggjöf sem tekur á kynferðislegu ofbeldi hafi verið hert í kjölfar hópnauðgunar í strætó í Delí árið 2012. „Dóttir mín er farin en milljón dætur og synir eru nú með mér,“ er haft eftir faðir konunnar sem vart myrt. Samkvæmt indverskum lögum má ekki nafngreina hann en haft er eftir honum að mótmælin hafi gefið honum styrk. Hvetja lækna til að mæta aftur Í frétt Reuters segir að mótmælt hafi verið við spítalann í Kolkata allt frá því að atvikið átti sér stað. Lögreglan hafi reynt að banna mótmæli við hann en að fólk hafi mótmælt því með því að koma saman áfram við spítalann. Konan var 31 árs og fór í fyrirlestrarsal á spítalanum til að hvíla sig á vakt. Þar var henni nauðgað og hún myrt.Vísir/EPA Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt lækna til að snúa aftur til vinnu til að takast á við fjölgun tilfella malaríu og dengue og segjast ætla að skipa nefnd sem eigi að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Forseti læknasamtakanna, Madan Mohan Paliwal, segir flesta lækna hafa farið aftur til vinnu eftir að verkfallinu lauk. Samtökin muni bíða eftir viðbrögðum yfirvalda en ef að þau álíti viðbrögð yfirvalda ekki nægjanleg muni læknar efna til fleiri verkfalla og þau muni þá taka til neyðarviðbragða líka. Í frétt Reuters segir að þó svo að margir starfandi læknar hafi snúið aftur til vinnu hafi ekki allir læknanemar gert það. Fjölmargir þeirra neiti að koma aftur til vinnu fyrr en búið er að handtaka fleiri og rannsaka málið betur. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Lík konunnar fannst í fyrirlestrasal í R G Kar háskóla í Kolkata borg í síðustu viku. Hún var hálfnakin og hafði mikla áverka. Konan fór í fyrirlestrasalinn til að hvíla sig á meðan hún var á vakt á spítalanum. Sjálfboðaliði fyrir lögreglumenn á spítalanum hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Mótmælendur segja breytingar á löggjöf í kjölfar hópnauðgunar í strætó árið 2012 ekki nægja. Það verði að gera meira til að tryggja öryggi kvenna.Vísir/EPA Læknasamtökin á Indlandi boðuðu svo við lok síðustu viku til mótmæla þar sem þess var meðal annars krafist að öryggi lækna yrði tryggt, að auka ætti öryggisráðstafanir á spítölum og að það ætti að búa til örugg rými fyrir lækna til að hvíla sig á. Í bréfi sem samtökin sendu á forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, vegna mótmælanna var meðal annars bent á að um 60 prósent allra lækna á Indlandi eru konur. Nauðsynlegt sé að starfsfólk spítala sé tryggt öryggi og langt til að öryggisreglur á spítölum verði eins og á flugvöllum. Ekki nóg árið 2012 Fjölmargir hafa sýnt samstöðu með mótmælum læknanna og hafa verið haldnir samstöðufundir og samstöðugöngur víða um Indland síðustu daga. Í umfjöllun Reuters um mótmælin segir að kvenkyns aðgerðarsinnar segir atvikið varpa ljósi á það hvernig konur í landinu þjáist enn þrátt fyrir að löggjöf sem tekur á kynferðislegu ofbeldi hafi verið hert í kjölfar hópnauðgunar í strætó í Delí árið 2012. „Dóttir mín er farin en milljón dætur og synir eru nú með mér,“ er haft eftir faðir konunnar sem vart myrt. Samkvæmt indverskum lögum má ekki nafngreina hann en haft er eftir honum að mótmælin hafi gefið honum styrk. Hvetja lækna til að mæta aftur Í frétt Reuters segir að mótmælt hafi verið við spítalann í Kolkata allt frá því að atvikið átti sér stað. Lögreglan hafi reynt að banna mótmæli við hann en að fólk hafi mótmælt því með því að koma saman áfram við spítalann. Konan var 31 árs og fór í fyrirlestrarsal á spítalanum til að hvíla sig á vakt. Þar var henni nauðgað og hún myrt.Vísir/EPA Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt lækna til að snúa aftur til vinnu til að takast á við fjölgun tilfella malaríu og dengue og segjast ætla að skipa nefnd sem eigi að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Forseti læknasamtakanna, Madan Mohan Paliwal, segir flesta lækna hafa farið aftur til vinnu eftir að verkfallinu lauk. Samtökin muni bíða eftir viðbrögðum yfirvalda en ef að þau álíti viðbrögð yfirvalda ekki nægjanleg muni læknar efna til fleiri verkfalla og þau muni þá taka til neyðarviðbragða líka. Í frétt Reuters segir að þó svo að margir starfandi læknar hafi snúið aftur til vinnu hafi ekki allir læknanemar gert það. Fjölmargir þeirra neiti að koma aftur til vinnu fyrr en búið er að handtaka fleiri og rannsaka málið betur.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira