Læknar á Indlandi krefjast aðgerða vegna nauðgunar Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 21:04 „Hún bjargaði lífum. Hver verndaði hennar?“ spurðu mótmælendur. Vísir/EPA Unglæknar á Indlandi mættu margir ekki til vinnu í dag þrátt fyrir að boðuðu verkfalli Læknasamtakanna væri lokið. Læknasamtökin á Indlandi boðuðu til verkfalls um allt land til að krefjast úrbóta fyrir lækna og sérstaklega kvenkyns lækna eftir að 31 árs læknanema var nauðgað og hún myrt á vakt. Lík konunnar fannst í fyrirlestrasal í R G Kar háskóla í Kolkata borg í síðustu viku. Hún var hálfnakin og hafði mikla áverka. Konan fór í fyrirlestrasalinn til að hvíla sig á meðan hún var á vakt á spítalanum. Sjálfboðaliði fyrir lögreglumenn á spítalanum hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Mótmælendur segja breytingar á löggjöf í kjölfar hópnauðgunar í strætó árið 2012 ekki nægja. Það verði að gera meira til að tryggja öryggi kvenna.Vísir/EPA Læknasamtökin á Indlandi boðuðu svo við lok síðustu viku til mótmæla þar sem þess var meðal annars krafist að öryggi lækna yrði tryggt, að auka ætti öryggisráðstafanir á spítölum og að það ætti að búa til örugg rými fyrir lækna til að hvíla sig á. Í bréfi sem samtökin sendu á forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, vegna mótmælanna var meðal annars bent á að um 60 prósent allra lækna á Indlandi eru konur. Nauðsynlegt sé að starfsfólk spítala sé tryggt öryggi og langt til að öryggisreglur á spítölum verði eins og á flugvöllum. Ekki nóg árið 2012 Fjölmargir hafa sýnt samstöðu með mótmælum læknanna og hafa verið haldnir samstöðufundir og samstöðugöngur víða um Indland síðustu daga. Í umfjöllun Reuters um mótmælin segir að kvenkyns aðgerðarsinnar segir atvikið varpa ljósi á það hvernig konur í landinu þjáist enn þrátt fyrir að löggjöf sem tekur á kynferðislegu ofbeldi hafi verið hert í kjölfar hópnauðgunar í strætó í Delí árið 2012. „Dóttir mín er farin en milljón dætur og synir eru nú með mér,“ er haft eftir faðir konunnar sem vart myrt. Samkvæmt indverskum lögum má ekki nafngreina hann en haft er eftir honum að mótmælin hafi gefið honum styrk. Hvetja lækna til að mæta aftur Í frétt Reuters segir að mótmælt hafi verið við spítalann í Kolkata allt frá því að atvikið átti sér stað. Lögreglan hafi reynt að banna mótmæli við hann en að fólk hafi mótmælt því með því að koma saman áfram við spítalann. Konan var 31 árs og fór í fyrirlestrarsal á spítalanum til að hvíla sig á vakt. Þar var henni nauðgað og hún myrt.Vísir/EPA Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt lækna til að snúa aftur til vinnu til að takast á við fjölgun tilfella malaríu og dengue og segjast ætla að skipa nefnd sem eigi að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Forseti læknasamtakanna, Madan Mohan Paliwal, segir flesta lækna hafa farið aftur til vinnu eftir að verkfallinu lauk. Samtökin muni bíða eftir viðbrögðum yfirvalda en ef að þau álíti viðbrögð yfirvalda ekki nægjanleg muni læknar efna til fleiri verkfalla og þau muni þá taka til neyðarviðbragða líka. Í frétt Reuters segir að þó svo að margir starfandi læknar hafi snúið aftur til vinnu hafi ekki allir læknanemar gert það. Fjölmargir þeirra neiti að koma aftur til vinnu fyrr en búið er að handtaka fleiri og rannsaka málið betur. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Lík konunnar fannst í fyrirlestrasal í R G Kar háskóla í Kolkata borg í síðustu viku. Hún var hálfnakin og hafði mikla áverka. Konan fór í fyrirlestrasalinn til að hvíla sig á meðan hún var á vakt á spítalanum. Sjálfboðaliði fyrir lögreglumenn á spítalanum hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Mótmælendur segja breytingar á löggjöf í kjölfar hópnauðgunar í strætó árið 2012 ekki nægja. Það verði að gera meira til að tryggja öryggi kvenna.Vísir/EPA Læknasamtökin á Indlandi boðuðu svo við lok síðustu viku til mótmæla þar sem þess var meðal annars krafist að öryggi lækna yrði tryggt, að auka ætti öryggisráðstafanir á spítölum og að það ætti að búa til örugg rými fyrir lækna til að hvíla sig á. Í bréfi sem samtökin sendu á forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, vegna mótmælanna var meðal annars bent á að um 60 prósent allra lækna á Indlandi eru konur. Nauðsynlegt sé að starfsfólk spítala sé tryggt öryggi og langt til að öryggisreglur á spítölum verði eins og á flugvöllum. Ekki nóg árið 2012 Fjölmargir hafa sýnt samstöðu með mótmælum læknanna og hafa verið haldnir samstöðufundir og samstöðugöngur víða um Indland síðustu daga. Í umfjöllun Reuters um mótmælin segir að kvenkyns aðgerðarsinnar segir atvikið varpa ljósi á það hvernig konur í landinu þjáist enn þrátt fyrir að löggjöf sem tekur á kynferðislegu ofbeldi hafi verið hert í kjölfar hópnauðgunar í strætó í Delí árið 2012. „Dóttir mín er farin en milljón dætur og synir eru nú með mér,“ er haft eftir faðir konunnar sem vart myrt. Samkvæmt indverskum lögum má ekki nafngreina hann en haft er eftir honum að mótmælin hafi gefið honum styrk. Hvetja lækna til að mæta aftur Í frétt Reuters segir að mótmælt hafi verið við spítalann í Kolkata allt frá því að atvikið átti sér stað. Lögreglan hafi reynt að banna mótmæli við hann en að fólk hafi mótmælt því með því að koma saman áfram við spítalann. Konan var 31 árs og fór í fyrirlestrarsal á spítalanum til að hvíla sig á vakt. Þar var henni nauðgað og hún myrt.Vísir/EPA Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt lækna til að snúa aftur til vinnu til að takast á við fjölgun tilfella malaríu og dengue og segjast ætla að skipa nefnd sem eigi að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Forseti læknasamtakanna, Madan Mohan Paliwal, segir flesta lækna hafa farið aftur til vinnu eftir að verkfallinu lauk. Samtökin muni bíða eftir viðbrögðum yfirvalda en ef að þau álíti viðbrögð yfirvalda ekki nægjanleg muni læknar efna til fleiri verkfalla og þau muni þá taka til neyðarviðbragða líka. Í frétt Reuters segir að þó svo að margir starfandi læknar hafi snúið aftur til vinnu hafi ekki allir læknanemar gert það. Fjölmargir þeirra neiti að koma aftur til vinnu fyrr en búið er að handtaka fleiri og rannsaka málið betur.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira