Læknar á Indlandi krefjast aðgerða vegna nauðgunar Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 21:04 „Hún bjargaði lífum. Hver verndaði hennar?“ spurðu mótmælendur. Vísir/EPA Unglæknar á Indlandi mættu margir ekki til vinnu í dag þrátt fyrir að boðuðu verkfalli Læknasamtakanna væri lokið. Læknasamtökin á Indlandi boðuðu til verkfalls um allt land til að krefjast úrbóta fyrir lækna og sérstaklega kvenkyns lækna eftir að 31 árs læknanema var nauðgað og hún myrt á vakt. Lík konunnar fannst í fyrirlestrasal í R G Kar háskóla í Kolkata borg í síðustu viku. Hún var hálfnakin og hafði mikla áverka. Konan fór í fyrirlestrasalinn til að hvíla sig á meðan hún var á vakt á spítalanum. Sjálfboðaliði fyrir lögreglumenn á spítalanum hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Mótmælendur segja breytingar á löggjöf í kjölfar hópnauðgunar í strætó árið 2012 ekki nægja. Það verði að gera meira til að tryggja öryggi kvenna.Vísir/EPA Læknasamtökin á Indlandi boðuðu svo við lok síðustu viku til mótmæla þar sem þess var meðal annars krafist að öryggi lækna yrði tryggt, að auka ætti öryggisráðstafanir á spítölum og að það ætti að búa til örugg rými fyrir lækna til að hvíla sig á. Í bréfi sem samtökin sendu á forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, vegna mótmælanna var meðal annars bent á að um 60 prósent allra lækna á Indlandi eru konur. Nauðsynlegt sé að starfsfólk spítala sé tryggt öryggi og langt til að öryggisreglur á spítölum verði eins og á flugvöllum. Ekki nóg árið 2012 Fjölmargir hafa sýnt samstöðu með mótmælum læknanna og hafa verið haldnir samstöðufundir og samstöðugöngur víða um Indland síðustu daga. Í umfjöllun Reuters um mótmælin segir að kvenkyns aðgerðarsinnar segir atvikið varpa ljósi á það hvernig konur í landinu þjáist enn þrátt fyrir að löggjöf sem tekur á kynferðislegu ofbeldi hafi verið hert í kjölfar hópnauðgunar í strætó í Delí árið 2012. „Dóttir mín er farin en milljón dætur og synir eru nú með mér,“ er haft eftir faðir konunnar sem vart myrt. Samkvæmt indverskum lögum má ekki nafngreina hann en haft er eftir honum að mótmælin hafi gefið honum styrk. Hvetja lækna til að mæta aftur Í frétt Reuters segir að mótmælt hafi verið við spítalann í Kolkata allt frá því að atvikið átti sér stað. Lögreglan hafi reynt að banna mótmæli við hann en að fólk hafi mótmælt því með því að koma saman áfram við spítalann. Konan var 31 árs og fór í fyrirlestrarsal á spítalanum til að hvíla sig á vakt. Þar var henni nauðgað og hún myrt.Vísir/EPA Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt lækna til að snúa aftur til vinnu til að takast á við fjölgun tilfella malaríu og dengue og segjast ætla að skipa nefnd sem eigi að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Forseti læknasamtakanna, Madan Mohan Paliwal, segir flesta lækna hafa farið aftur til vinnu eftir að verkfallinu lauk. Samtökin muni bíða eftir viðbrögðum yfirvalda en ef að þau álíti viðbrögð yfirvalda ekki nægjanleg muni læknar efna til fleiri verkfalla og þau muni þá taka til neyðarviðbragða líka. Í frétt Reuters segir að þó svo að margir starfandi læknar hafi snúið aftur til vinnu hafi ekki allir læknanemar gert það. Fjölmargir þeirra neiti að koma aftur til vinnu fyrr en búið er að handtaka fleiri og rannsaka málið betur. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Lík konunnar fannst í fyrirlestrasal í R G Kar háskóla í Kolkata borg í síðustu viku. Hún var hálfnakin og hafði mikla áverka. Konan fór í fyrirlestrasalinn til að hvíla sig á meðan hún var á vakt á spítalanum. Sjálfboðaliði fyrir lögreglumenn á spítalanum hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Mótmælendur segja breytingar á löggjöf í kjölfar hópnauðgunar í strætó árið 2012 ekki nægja. Það verði að gera meira til að tryggja öryggi kvenna.Vísir/EPA Læknasamtökin á Indlandi boðuðu svo við lok síðustu viku til mótmæla þar sem þess var meðal annars krafist að öryggi lækna yrði tryggt, að auka ætti öryggisráðstafanir á spítölum og að það ætti að búa til örugg rými fyrir lækna til að hvíla sig á. Í bréfi sem samtökin sendu á forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, vegna mótmælanna var meðal annars bent á að um 60 prósent allra lækna á Indlandi eru konur. Nauðsynlegt sé að starfsfólk spítala sé tryggt öryggi og langt til að öryggisreglur á spítölum verði eins og á flugvöllum. Ekki nóg árið 2012 Fjölmargir hafa sýnt samstöðu með mótmælum læknanna og hafa verið haldnir samstöðufundir og samstöðugöngur víða um Indland síðustu daga. Í umfjöllun Reuters um mótmælin segir að kvenkyns aðgerðarsinnar segir atvikið varpa ljósi á það hvernig konur í landinu þjáist enn þrátt fyrir að löggjöf sem tekur á kynferðislegu ofbeldi hafi verið hert í kjölfar hópnauðgunar í strætó í Delí árið 2012. „Dóttir mín er farin en milljón dætur og synir eru nú með mér,“ er haft eftir faðir konunnar sem vart myrt. Samkvæmt indverskum lögum má ekki nafngreina hann en haft er eftir honum að mótmælin hafi gefið honum styrk. Hvetja lækna til að mæta aftur Í frétt Reuters segir að mótmælt hafi verið við spítalann í Kolkata allt frá því að atvikið átti sér stað. Lögreglan hafi reynt að banna mótmæli við hann en að fólk hafi mótmælt því með því að koma saman áfram við spítalann. Konan var 31 árs og fór í fyrirlestrarsal á spítalanum til að hvíla sig á vakt. Þar var henni nauðgað og hún myrt.Vísir/EPA Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt lækna til að snúa aftur til vinnu til að takast á við fjölgun tilfella malaríu og dengue og segjast ætla að skipa nefnd sem eigi að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Forseti læknasamtakanna, Madan Mohan Paliwal, segir flesta lækna hafa farið aftur til vinnu eftir að verkfallinu lauk. Samtökin muni bíða eftir viðbrögðum yfirvalda en ef að þau álíti viðbrögð yfirvalda ekki nægjanleg muni læknar efna til fleiri verkfalla og þau muni þá taka til neyðarviðbragða líka. Í frétt Reuters segir að þó svo að margir starfandi læknar hafi snúið aftur til vinnu hafi ekki allir læknanemar gert það. Fjölmargir þeirra neiti að koma aftur til vinnu fyrr en búið er að handtaka fleiri og rannsaka málið betur.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira