Vara við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 22:44 Síðustu helgi kviknaði í einum kæliturni kjarnorkuversins og í dag var drónaárás á vegi nærri verinu. Vísir/EPA Alþjóðakjarnorkumálastofnun, IAEA, varaði við því í dag að öryggisaðstæður við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu hafi versnað mikið í kjölfar drónaárásar á vegi nærri kjarnorkuverinu. Sprengjan sprakk á vegi sem liggur á milli tveggja stærstu hliða kjarnorkuversins. Rússar sökuðu Úkraínumenn fyrr í dag um að hafa látið sprengju falla á vef nærri orkuverinu. Orkuverið er eins og er undir stjórn Rússa en það var hertekið stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Allt frá þeim tíma hafa Rússar og Úkraínumenn skipst á því að saka hvern annan um árásir við orkuverið. Fjallað er um málið á vef Guardian. Sérfræðingum hjá Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni var tilkynnt um sprenginguna í dag og fóru samstundis á vettvang til að kanna aðstæður. Í yfirlýsingu frá stofnuninni kemur fram að töluverðar skemmdir væru á orkuverinu og að enn og aftur væri hættan að aukast við kjarnorkuverið vegna átakanna. Átökin hefðu verið meiri síðustu vikur við kjarnorkuverið og að þau væru nær en áður. Haft er eftir Rafael Grossi, forstjóra stofnunarinnar, í yfirlýsingunni að hann hafi verulegar áhyggjur og er ítrekað ákall hans, til beggja aðila, um að láta af árásum við kjarnorkuverið. Stofnunin hefur allt frá innrás Rússa í Úkraínu hvatt til hófs við kjarnorkuverið og varað við kjarnorkuslysi. Síðustu helgi kviknaði eldur í kæliturni í kjarnorkuverinu en sérfræðingar stofnunarinnar hafa óskað eftir aðgangi að turninum til að kanna hann. Sérfræðingarnir hafa aðeins fengið að skoða grunn turnsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23 Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Rússar sökuðu Úkraínumenn fyrr í dag um að hafa látið sprengju falla á vef nærri orkuverinu. Orkuverið er eins og er undir stjórn Rússa en það var hertekið stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Allt frá þeim tíma hafa Rússar og Úkraínumenn skipst á því að saka hvern annan um árásir við orkuverið. Fjallað er um málið á vef Guardian. Sérfræðingum hjá Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni var tilkynnt um sprenginguna í dag og fóru samstundis á vettvang til að kanna aðstæður. Í yfirlýsingu frá stofnuninni kemur fram að töluverðar skemmdir væru á orkuverinu og að enn og aftur væri hættan að aukast við kjarnorkuverið vegna átakanna. Átökin hefðu verið meiri síðustu vikur við kjarnorkuverið og að þau væru nær en áður. Haft er eftir Rafael Grossi, forstjóra stofnunarinnar, í yfirlýsingunni að hann hafi verulegar áhyggjur og er ítrekað ákall hans, til beggja aðila, um að láta af árásum við kjarnorkuverið. Stofnunin hefur allt frá innrás Rússa í Úkraínu hvatt til hófs við kjarnorkuverið og varað við kjarnorkuslysi. Síðustu helgi kviknaði eldur í kæliturni í kjarnorkuverinu en sérfræðingar stofnunarinnar hafa óskað eftir aðgangi að turninum til að kanna hann. Sérfræðingarnir hafa aðeins fengið að skoða grunn turnsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23 Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23
Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07
Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37