Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2024 13:09 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að dvalið hafi verið í 25 húsum í Grindavík í nótt. Vísir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33