Óvíst með formannsframboð en frjálshyggjan megi ekki sigra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 12:11 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/ARnar Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Á flokksráðsfundi í dag sagði formaðurinn að frjálshyggjan fengi ekki að sigra. Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira