Gull, silfur og brúðkaup Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 20:01 Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke kepptu bæði á Ólympíuleikunum í París. Instagramsíða Rune Dahmke Handboltastjörnurnar Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke unnu bæði til verðlauna í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París á dögunum. Þau létu síðan pússa sig saman strax að leikunum loknum. Stine Bredal Oftedal hefur verið lykilmaður í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar síðustu árin og er talin ein af bestu handknattleikskonum í heimi. Hún hefur síðustu sjö árin verið í sambandi með Þjóðverjanum Rune Dahmke sem leikur með Kiel og undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. Bæði Oftedal og Dahmke unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í París en Oftedal vann gull með norska liðinu og Dahmke silfur með því þýska. Þau létu þó ekki þar við sitja. Í dag tilkynntu þau á Instagram að þau hefðu gift sig og deildu mynd þar sem þau sýndu giftingarhringana. Eins og áður segir hafa þau Oftedal og Dahmke verið parí sjö ár en verið í fjarbúð þar sem þau hafa spilað handbolta í sitthvoru landinu. Oftedal hefur leikið með stórliði Györi í Ungverjalandi frá árinu 2017 og Dahmke með Kiel í Þýskalandi. View this post on Instagram A post shared by Rune Dahmke (@runedahmke) Þau ættu hins vegar að geta eytt meiri tíma saman á næstunni því Oftedal tilkynnti í vetur að hún ætlaði sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París. Hún lauk ferlinum á glæsilegan hátt því fyrir utan gullverðlaunin með norska liðinu vann hún sigur í Meistaradeildinni með liði Györi. Oftedal og Dahmke festu nýlega kaup á húsi í Kiel og hlakka til að geta loks búið saman. „Allt sem við viljum er að vera saman og mér er ótrúlega létt og er glöð yfir því að við munum loksins geta átt venjulegt líf saman,“ sagði Oftedal í viðtali við norska fjölmiðilinn VG fyrir skömmu. Ólympíuleikar 2024 í París Þýski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Stine Bredal Oftedal hefur verið lykilmaður í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar síðustu árin og er talin ein af bestu handknattleikskonum í heimi. Hún hefur síðustu sjö árin verið í sambandi með Þjóðverjanum Rune Dahmke sem leikur með Kiel og undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. Bæði Oftedal og Dahmke unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í París en Oftedal vann gull með norska liðinu og Dahmke silfur með því þýska. Þau létu þó ekki þar við sitja. Í dag tilkynntu þau á Instagram að þau hefðu gift sig og deildu mynd þar sem þau sýndu giftingarhringana. Eins og áður segir hafa þau Oftedal og Dahmke verið parí sjö ár en verið í fjarbúð þar sem þau hafa spilað handbolta í sitthvoru landinu. Oftedal hefur leikið með stórliði Györi í Ungverjalandi frá árinu 2017 og Dahmke með Kiel í Þýskalandi. View this post on Instagram A post shared by Rune Dahmke (@runedahmke) Þau ættu hins vegar að geta eytt meiri tíma saman á næstunni því Oftedal tilkynnti í vetur að hún ætlaði sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París. Hún lauk ferlinum á glæsilegan hátt því fyrir utan gullverðlaunin með norska liðinu vann hún sigur í Meistaradeildinni með liði Györi. Oftedal og Dahmke festu nýlega kaup á húsi í Kiel og hlakka til að geta loks búið saman. „Allt sem við viljum er að vera saman og mér er ótrúlega létt og er glöð yfir því að við munum loksins geta átt venjulegt líf saman,“ sagði Oftedal í viðtali við norska fjölmiðilinn VG fyrir skömmu.
Ólympíuleikar 2024 í París Þýski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira