„Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. ágúst 2024 19:01 igurður Magnús Skúlason starfaði hjá Skaganum 3X í áratugi. vísir/Arnar Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. „Mér líður náttúrulega alveg hræðilega eins og öllum öðrum,“ segir Sigurður Magnús Skúlason, sölumaður hjá Skaganum 3X. Hann hafi haldið í vonina um að fyrirtækið yrði endurreist og fregnir dagsins því reynst mikið áfall. „Þetta er bara fjölskylda sem er búin að vera hér í öll þessi ár. Flest allir með mjög langan starfsaldur þannig að þetta var miklu meira en vinnan, þetta var bara okkar líf og nú er það farið,“ segir Sigurður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tugi ára. Þrátt fyrir að staðan sé svört hefur hann ekki gefið upp alla von þar sem gjaldþrotaskiptum er ekki lokið. „Ég trúi ekki öðru en að það komi einhver inn og sjái ljósið því það er mikil framtíð í því sem við vorum að gera og í því að viðhalda þekkingunni. Það væri grátlegt að sjá það hverfa.“ Skaginn 3X, er hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu og var með viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaður Akraness og Sigurður segir höggið vera mikið fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið. „Hér störfuðu um hundrað og þrjátíu manns sem voru fyrirvinnur; konur, karlar og hliðartengd störf. Þau eru horfin, þetta er hryllilegt fyrir bæjarfélagið. Það var oft talað um það í gamla daga að þetta væri svefnbær og því miður getum við ekki sagt annað í dag en að þetta verði svefnbær.“ Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Mér líður náttúrulega alveg hræðilega eins og öllum öðrum,“ segir Sigurður Magnús Skúlason, sölumaður hjá Skaganum 3X. Hann hafi haldið í vonina um að fyrirtækið yrði endurreist og fregnir dagsins því reynst mikið áfall. „Þetta er bara fjölskylda sem er búin að vera hér í öll þessi ár. Flest allir með mjög langan starfsaldur þannig að þetta var miklu meira en vinnan, þetta var bara okkar líf og nú er það farið,“ segir Sigurður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tugi ára. Þrátt fyrir að staðan sé svört hefur hann ekki gefið upp alla von þar sem gjaldþrotaskiptum er ekki lokið. „Ég trúi ekki öðru en að það komi einhver inn og sjái ljósið því það er mikil framtíð í því sem við vorum að gera og í því að viðhalda þekkingunni. Það væri grátlegt að sjá það hverfa.“ Skaginn 3X, er hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu og var með viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaður Akraness og Sigurður segir höggið vera mikið fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið. „Hér störfuðu um hundrað og þrjátíu manns sem voru fyrirvinnur; konur, karlar og hliðartengd störf. Þau eru horfin, þetta er hryllilegt fyrir bæjarfélagið. Það var oft talað um það í gamla daga að þetta væri svefnbær og því miður getum við ekki sagt annað í dag en að þetta verði svefnbær.“
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21
Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01
Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33