Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:58 Finnbjörn segir að það yrðu veruleg vonbrigði, verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira