Úkraínumenn hafa náð valdi yfir Súdsja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 15:18 Hart er tekist á í Kúrskhéraði og hafa um 120 þúsund íbúar svæðisins þurft að yfirgefa heimili sín. EPA/Rússneska varnamálaráðuneytið Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna. Selenskí lýsir því yfir í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að herforingjar hafi tilkynnt honum að rússneski bærinn Súdsja væri nú undir yfirráðum úkraínska hersins. Þar eigi að koma upp sérstakri skrifstofu herstjórnarinnar í Kúrskhéraði. Fyrir stríð bjuggu um fimm þúsund manns í bænum. Today at the Staff meeting, I received a report from Commander-in-Chief Syrskyi. Our key defense directions at the frontline: Toretsk, Pokrovsk, and others. These areas are currently facing the most intense Russian assaults and are receiving our utmost defensive attention.… pic.twitter.com/uL3Oe4wL0n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 15, 2024 Rússnesk yfirvöld hafa lýst innrás Úkraínumanna inn í Rússland, sem hófst fyrir rúmri viku síðan, sem „hryðjuverkaárás“ og að Úkraínumenn hafi haft borgaralega innviði að skotmörkum. Úkraínsk yfirvöld þvertaka fyrir þessar fullyrðingar. Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að Úkraínumönnum bíði vegleg málagjöld fyrir árásina en að fyrsta mál á dagskrá sé að koma úkraínsku herliði inn fyrir eigin landamæri. Úkraínsk heryfirvöld hafa ekki tjáð sig um hve lengi þau hyggjast halda landsvæðum innan rússnesku landamæranna en hafa sagt að þau hafi ekki í hyggju innlima rússneskt landsvæði. Úkraínski herinn gerði innrás í Kúrskhérað 6. ágúst.Vísir/Hjalti „Okkar helstu varnarlínur við víglínuna eru við Toretsk, Pokrovsk og á fleiri stöðum. Þessi svæði sæta linnulausum rússneskum árásum og beinist athygli okkar hvað vörn varðar þangað. Forgangsbirðir, allt sem þarft er, verður sent þangað,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Að sögn Selenskís hefur úkraínski herinn náð valdi yfir rúmlega áttatíu byggðum í Kúrskhéraði eða „frelsað“ eins og hann orðar það. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Selenskí lýsir því yfir í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að herforingjar hafi tilkynnt honum að rússneski bærinn Súdsja væri nú undir yfirráðum úkraínska hersins. Þar eigi að koma upp sérstakri skrifstofu herstjórnarinnar í Kúrskhéraði. Fyrir stríð bjuggu um fimm þúsund manns í bænum. Today at the Staff meeting, I received a report from Commander-in-Chief Syrskyi. Our key defense directions at the frontline: Toretsk, Pokrovsk, and others. These areas are currently facing the most intense Russian assaults and are receiving our utmost defensive attention.… pic.twitter.com/uL3Oe4wL0n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 15, 2024 Rússnesk yfirvöld hafa lýst innrás Úkraínumanna inn í Rússland, sem hófst fyrir rúmri viku síðan, sem „hryðjuverkaárás“ og að Úkraínumenn hafi haft borgaralega innviði að skotmörkum. Úkraínsk yfirvöld þvertaka fyrir þessar fullyrðingar. Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að Úkraínumönnum bíði vegleg málagjöld fyrir árásina en að fyrsta mál á dagskrá sé að koma úkraínsku herliði inn fyrir eigin landamæri. Úkraínsk heryfirvöld hafa ekki tjáð sig um hve lengi þau hyggjast halda landsvæðum innan rússnesku landamæranna en hafa sagt að þau hafi ekki í hyggju innlima rússneskt landsvæði. Úkraínski herinn gerði innrás í Kúrskhérað 6. ágúst.Vísir/Hjalti „Okkar helstu varnarlínur við víglínuna eru við Toretsk, Pokrovsk og á fleiri stöðum. Þessi svæði sæta linnulausum rússneskum árásum og beinist athygli okkar hvað vörn varðar þangað. Forgangsbirðir, allt sem þarft er, verður sent þangað,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Að sögn Selenskís hefur úkraínski herinn náð valdi yfir rúmlega áttatíu byggðum í Kúrskhéraði eða „frelsað“ eins og hann orðar það.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira