Segir verkfræðinga á villigötum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:04 Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA. sa Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira