Opið bréf til stjórnarformanns Haga Björn Sævar Einarsson skrifar 15. ágúst 2024 12:30 Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Ætla Hagar að horfa upp á að áfengissalan hefjist óháð því að ríkissaksóknari er farinn að reka á eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með að klára kæru ÁTVR á hendur slíkri sölu? Á að hefja söluna óháð því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sé nú að skoða hvort slík sala standist lög? Við hlýddum ráðleggingum Gildis Ágæti Eiríkur. Þann 8 júlí sl. barst þér bréf þar sem beðið var um fund með Högum í takt við ráðleggingar lífeyrissjóðsins Gildis sem á mestan hlut allra í Högum eða nú um 18%. Bréfið var svohljóðandi: Til stjórnarformanns Haga, Eiríks S. Jóhannssonar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hagar hyggist hefja áfengissölu í júní 2024. Nú tilheyri ég hópi forsvarsmanna forvarnarsamtaka og lýðheilsuþenkjandi fólks sem er algerlega ósammála því að netsalan sem nú fer fram á Íslandi, og Hagar áforma, geti talist lögleg. Það getur hún ekki óháð því hvort um innlent, eða erlent fyrirtæki (skúffufyrirtæki) sé að ræða. Það er vegna þess að því í báðum tilvikum er áfengið, sem selt er og afhent í smásölu til neytenda, afgreitt af lager sem er staðsettur innanlands, en ekki erlendis. Sala þessi fer á svig við lög sem gilda um ÁTVR. Um þetta hefur einmitt verið fjallað í hæstaréttardómi sem féll í Svíþjóð 7. júlí 2023, en þar eins og hér er viðhöfð einkasala ríkis á áfengi samkvæmt lögum. Höfum við kynnt okkur sænska hæstaréttardóminn. Hópurinn sem ég tilheyri hefur óskað eftir fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildi, sem er stærsti hluthafinn í Högum með tæp 20% hlutafjár, til að ræða ofangreinda áfengissölu. Teljum við hana vera á svig við starfs- og siðareglur Gildis sem og 4. gr. stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Gildi hafnar því að hitta okkur á grundvelli þess að á aðalfundi Haga 30. maí sl. hafi komið fram að ekki komi annað til greina en að Hagar og dótturfélög fari í einu og öllu að lögum og reglum og að áform þeirra væru vel undirbúin. Í svari Gildis segir: „Eins og fram kom í svörum forsvarsmanna Haga á aðalfundi félagsins þá hefur félagið aflað sér lögfræðiálits vegna málsins. Gildi hefur ekki óskað eftir því áliti og hyggst ekki gera það sem hluthafi í félaginu, enda eru slík mál ekki á forræði hluthafa og um að ræða gögn stjórnar og stjórnenda Haga er varðar rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins.“ Þá bendir Gildi á að við getum haft samband við félagið sjálft, þ.e. ykkur varðandi þessi mál. Hér með fer ég að ábendingu Gildis og óska eftir tvennu, a) Að fá fund með stjórnarformanni og forstjóra Haga núna í annarri eða þriðju viku júlí ásamt öðrum þeim sem þið teljið rétt að sæki slíkan fund fyrir ykkar hönd b) Að fá sent lögfræðiálit það sem Hagar byggja á um lögmæti fyrirhugaðrar áfengissölu. Ekki er óskað eftir þeim hluta sem gæti varðað samkeppnisupplýsingar, einungis lögfræðihlutann þar sem fram kemur að áformin standist lög. Af okkar hálfu sæki ég fundinn og aðrir þeir aðilar í okkar hópi sem eru lausir á þessum tíma. Við verðum sirka 3-4 býst ég við. Með ósk um svar hið fyrsta. Kveðja, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Við viljum svör Ágæti Eiríkur. Þar sem ekki hafa borist svör við bréfi þessu fer ég fram á að þú svarir mér hið fyrsta og áður en Hagkaup hefja áfengissöluna, helst hér á þessum sama vettvangi, visir.is. Höfundur er formaður IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Hagar Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Ætla Hagar að horfa upp á að áfengissalan hefjist óháð því að ríkissaksóknari er farinn að reka á eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með að klára kæru ÁTVR á hendur slíkri sölu? Á að hefja söluna óháð því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sé nú að skoða hvort slík sala standist lög? Við hlýddum ráðleggingum Gildis Ágæti Eiríkur. Þann 8 júlí sl. barst þér bréf þar sem beðið var um fund með Högum í takt við ráðleggingar lífeyrissjóðsins Gildis sem á mestan hlut allra í Högum eða nú um 18%. Bréfið var svohljóðandi: Til stjórnarformanns Haga, Eiríks S. Jóhannssonar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hagar hyggist hefja áfengissölu í júní 2024. Nú tilheyri ég hópi forsvarsmanna forvarnarsamtaka og lýðheilsuþenkjandi fólks sem er algerlega ósammála því að netsalan sem nú fer fram á Íslandi, og Hagar áforma, geti talist lögleg. Það getur hún ekki óháð því hvort um innlent, eða erlent fyrirtæki (skúffufyrirtæki) sé að ræða. Það er vegna þess að því í báðum tilvikum er áfengið, sem selt er og afhent í smásölu til neytenda, afgreitt af lager sem er staðsettur innanlands, en ekki erlendis. Sala þessi fer á svig við lög sem gilda um ÁTVR. Um þetta hefur einmitt verið fjallað í hæstaréttardómi sem féll í Svíþjóð 7. júlí 2023, en þar eins og hér er viðhöfð einkasala ríkis á áfengi samkvæmt lögum. Höfum við kynnt okkur sænska hæstaréttardóminn. Hópurinn sem ég tilheyri hefur óskað eftir fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildi, sem er stærsti hluthafinn í Högum með tæp 20% hlutafjár, til að ræða ofangreinda áfengissölu. Teljum við hana vera á svig við starfs- og siðareglur Gildis sem og 4. gr. stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Gildi hafnar því að hitta okkur á grundvelli þess að á aðalfundi Haga 30. maí sl. hafi komið fram að ekki komi annað til greina en að Hagar og dótturfélög fari í einu og öllu að lögum og reglum og að áform þeirra væru vel undirbúin. Í svari Gildis segir: „Eins og fram kom í svörum forsvarsmanna Haga á aðalfundi félagsins þá hefur félagið aflað sér lögfræðiálits vegna málsins. Gildi hefur ekki óskað eftir því áliti og hyggst ekki gera það sem hluthafi í félaginu, enda eru slík mál ekki á forræði hluthafa og um að ræða gögn stjórnar og stjórnenda Haga er varðar rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins.“ Þá bendir Gildi á að við getum haft samband við félagið sjálft, þ.e. ykkur varðandi þessi mál. Hér með fer ég að ábendingu Gildis og óska eftir tvennu, a) Að fá fund með stjórnarformanni og forstjóra Haga núna í annarri eða þriðju viku júlí ásamt öðrum þeim sem þið teljið rétt að sæki slíkan fund fyrir ykkar hönd b) Að fá sent lögfræðiálit það sem Hagar byggja á um lögmæti fyrirhugaðrar áfengissölu. Ekki er óskað eftir þeim hluta sem gæti varðað samkeppnisupplýsingar, einungis lögfræðihlutann þar sem fram kemur að áformin standist lög. Af okkar hálfu sæki ég fundinn og aðrir þeir aðilar í okkar hópi sem eru lausir á þessum tíma. Við verðum sirka 3-4 býst ég við. Með ósk um svar hið fyrsta. Kveðja, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Við viljum svör Ágæti Eiríkur. Þar sem ekki hafa borist svör við bréfi þessu fer ég fram á að þú svarir mér hið fyrsta og áður en Hagkaup hefja áfengissöluna, helst hér á þessum sama vettvangi, visir.is. Höfundur er formaður IOGT á Íslandi.
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun