Gaukarnir gista og fá snyrtingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 21:31 Þórdís Lilja Einarsdóttir rekur hótel og snyrtistofu fyrir fugla sem nefnist Fugladekur. Einar Kristinn Gröndal Stefánsson starfar hjá móður sinni. Fuglinn Vúdu lætur sig ekki vanta á myndina en hann neitaði að snúa aftur heim eftir hóteldvölina hjá mæðginunum. Vísir/Arnar Kona sem fékk sér páfagauk fyrir ári rekur nú fuglahótel þar sem gestir geta líka fengið gogg- og klóasnyrtingu. Sumir fuglar hafa verið það ánægðir með dvölina að þeir urðu eftir. Hótelstýran segir fuglaeigendur himinlifandi með þennan nýja valmöguleika. Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum. Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum.
Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent