Leyfið Estefaniu að vera hér á landi: Hvers vegna sendum við börn burt? Kamma Thordarson skrifar 14. ágúst 2024 07:00 „Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun