Leyfið Estefaniu að vera hér á landi: Hvers vegna sendum við börn burt? Kamma Thordarson skrifar 14. ágúst 2024 07:00 „Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun