Stal gaskúti og stakk honum í Wolt-tösku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 11:18 Stuldurinn náðist á dyramyndavél. Vísir Fyrr í sumar lenti Gústaf Björnsson í því að óprúttinn aðili með tösku með merkjum fyrirtækisins Wolt stal af honum gaskúti. Atvikið náðist á dyramyndavél en þar sést hvernig sendillinn læðist að grillinu við inngang hússins, laumar gaskútnum ofan í sendlapokann merktan Wolt og hraðar sér síðan í bílinn þar sem félagi hans bíður hans. Í samtali við fréttastofu lýsir Gústaf því að þó svo að í stuldi á einum gaskúti sé ekki fólgið stórfellt fjártjón hafi viðbrögð stjórnenda Wolt valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lýsir þeim sem ósvífnum. Hann hefur ekki leitað til lögreglu vegna málsins. Klippa: Wolt-sendill gripinn við þjófnað um hábjartan dag „Ég fer fyrst í gegnum eitthvað kvörtunarferli þarna hjá þeim. Ég fæ aldrei neitt svar. Svo fer ég í einhverja spjallsíðu og þar eru einhverjir Íslendingar sem svara fyrir það. Fyrsti gæinn var alveg í sjokki yfir þessu og vildi láta yfirmann kíkja á þetta. Svo fæ ég bara skilaboð frá yfirmanninum að það sé bara ekkert sem þeir geta gert, þeir séu nú bara verktakar og eitthvað. Þeir snúa bara út úr og virðist standa nokkurn veginn á sama,“ segir Gústaf. Wolt segist lítið geta gert Hann lýsir því að hafa rætt við nágranna hans sem og fengið það staðfest að hann hafi tekið á móti matarsendingu frá Wolt um það leyti sem þjófnaðurinn náðist á myndband. Nágranninn hafi þá gefið honum upplýsingar um pöntunina og því sáraeinfalt fyrir fyrirtækið að hafa upp á þessum óprúttna aðila. Þrátt fyrir það fékk hann þau svör að það væri lítið sem fyrirtækið gæti aðhafst. Hann fékk eftirfarandi tölvupóst eftir að hafa rætt við fulltrúa á vegum Wolt: „Ég er búinn að skoða þetta mál. Í svona tilfellum þarf þetta að fara í gegnum lögregluna og er því best að hafa samband beint við hana og tilkynna málið þar. Sendlarnir eru verktakar og því sínir eigin yfirmenn og því takmörk á því sem við getum og megum gera.“ Brýnir til fólks að vera vakandi Gústaf segir ósvífið að Wolt skuli láta eins og þetta komi fyrirtækinu ekki við. Þjófurinn hafi verið í erindagjörðum á þeirra vegum og gaskútnum var troðið í bláa sendlatösku merkta Wolt stórum stöfum. „Manni finnst eins og þeir séu bara að vona að maður nenni ekki að standa í þessu,“ segir hann. Gústaf segist vilja vara fólk við þessu og brýnir til fólks að vera vakandi fyrir slíku. Smáþjófnaður sem þessi telji alveg þegar hann safnast upp. Hann reikni með að kæra málið til lögreglu. Ekki á ábyrgð Wolt Upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi, Noregi og í Lúxemborg, Christian Kamhaug segir málið ekki vera á ábyrgð Wolt. Þjófurinn í þessu tilfelli hafi ekki verið á vegum Wolt heldur aðeins verið í bíl með sendli. Þó svo að verknaðurinn hafi verið framinn með Wolt-poka sé ekkert sem fyrirtækið geti aðhafst í málinu. Christian Kamhaug er upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi.Aðsend „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir Wolt ekki hafa haft samband við sendilinn en komi málið á borð lögreglunnar muni fyrirtækið bregðast við á viðeigandi hátt. Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Gústaf því að þó svo að í stuldi á einum gaskúti sé ekki fólgið stórfellt fjártjón hafi viðbrögð stjórnenda Wolt valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lýsir þeim sem ósvífnum. Hann hefur ekki leitað til lögreglu vegna málsins. Klippa: Wolt-sendill gripinn við þjófnað um hábjartan dag „Ég fer fyrst í gegnum eitthvað kvörtunarferli þarna hjá þeim. Ég fæ aldrei neitt svar. Svo fer ég í einhverja spjallsíðu og þar eru einhverjir Íslendingar sem svara fyrir það. Fyrsti gæinn var alveg í sjokki yfir þessu og vildi láta yfirmann kíkja á þetta. Svo fæ ég bara skilaboð frá yfirmanninum að það sé bara ekkert sem þeir geta gert, þeir séu nú bara verktakar og eitthvað. Þeir snúa bara út úr og virðist standa nokkurn veginn á sama,“ segir Gústaf. Wolt segist lítið geta gert Hann lýsir því að hafa rætt við nágranna hans sem og fengið það staðfest að hann hafi tekið á móti matarsendingu frá Wolt um það leyti sem þjófnaðurinn náðist á myndband. Nágranninn hafi þá gefið honum upplýsingar um pöntunina og því sáraeinfalt fyrir fyrirtækið að hafa upp á þessum óprúttna aðila. Þrátt fyrir það fékk hann þau svör að það væri lítið sem fyrirtækið gæti aðhafst. Hann fékk eftirfarandi tölvupóst eftir að hafa rætt við fulltrúa á vegum Wolt: „Ég er búinn að skoða þetta mál. Í svona tilfellum þarf þetta að fara í gegnum lögregluna og er því best að hafa samband beint við hana og tilkynna málið þar. Sendlarnir eru verktakar og því sínir eigin yfirmenn og því takmörk á því sem við getum og megum gera.“ Brýnir til fólks að vera vakandi Gústaf segir ósvífið að Wolt skuli láta eins og þetta komi fyrirtækinu ekki við. Þjófurinn hafi verið í erindagjörðum á þeirra vegum og gaskútnum var troðið í bláa sendlatösku merkta Wolt stórum stöfum. „Manni finnst eins og þeir séu bara að vona að maður nenni ekki að standa í þessu,“ segir hann. Gústaf segist vilja vara fólk við þessu og brýnir til fólks að vera vakandi fyrir slíku. Smáþjófnaður sem þessi telji alveg þegar hann safnast upp. Hann reikni með að kæra málið til lögreglu. Ekki á ábyrgð Wolt Upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi, Noregi og í Lúxemborg, Christian Kamhaug segir málið ekki vera á ábyrgð Wolt. Þjófurinn í þessu tilfelli hafi ekki verið á vegum Wolt heldur aðeins verið í bíl með sendli. Þó svo að verknaðurinn hafi verið framinn með Wolt-poka sé ekkert sem fyrirtækið geti aðhafst í málinu. Christian Kamhaug er upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi.Aðsend „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir Wolt ekki hafa haft samband við sendilinn en komi málið á borð lögreglunnar muni fyrirtækið bregðast við á viðeigandi hátt.
Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira