Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:06 Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun. vísir/Vilhelm Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm „Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku.“ Upplýsingar um ástand mannsins liggja ekki fyrir. „Þetta var vissulega alvarlegt vegna þess að það var mikill og dökkur reykur og reykkafarar okkar sáu ekkert. Þurftu bara að þreifa sig áfram og fundu einstaklinginn í raun og veru bara með því að rekast í hann.“ Slökkvistörf hófust eftir að manninum hafði verið komið út og Guðjón segir þau hafa fengið vel. „Síðan tók við talsverð vinna við að rífa úr loftum. Þetta er gamalt hús, timburgólf og einangrað með hefilspæni, þannig glóðir sátu í því.“ Íbúar á öðrum hæðum hússins komu sér út af sjálfsdáðum; annars vegar kona með hund á efri hæð og einnig maður á neðri hæð. Guðjón segir íbúðina ónýta en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins. Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi en eldsupptök liggja ekki fyrir. „Núna er slökkvilið búið að afhenda lögreglu vettvang og á eftir verður hafin forvinna við að greina eldsupptök,“ segir Guðjón. Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm „Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku.“ Upplýsingar um ástand mannsins liggja ekki fyrir. „Þetta var vissulega alvarlegt vegna þess að það var mikill og dökkur reykur og reykkafarar okkar sáu ekkert. Þurftu bara að þreifa sig áfram og fundu einstaklinginn í raun og veru bara með því að rekast í hann.“ Slökkvistörf hófust eftir að manninum hafði verið komið út og Guðjón segir þau hafa fengið vel. „Síðan tók við talsverð vinna við að rífa úr loftum. Þetta er gamalt hús, timburgólf og einangrað með hefilspæni, þannig glóðir sátu í því.“ Íbúar á öðrum hæðum hússins komu sér út af sjálfsdáðum; annars vegar kona með hund á efri hæð og einnig maður á neðri hæð. Guðjón segir íbúðina ónýta en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins. Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi en eldsupptök liggja ekki fyrir. „Núna er slökkvilið búið að afhenda lögreglu vettvang og á eftir verður hafin forvinna við að greina eldsupptök,“ segir Guðjón. Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira