Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:06 Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun. vísir/Vilhelm Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm „Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku.“ Upplýsingar um ástand mannsins liggja ekki fyrir. „Þetta var vissulega alvarlegt vegna þess að það var mikill og dökkur reykur og reykkafarar okkar sáu ekkert. Þurftu bara að þreifa sig áfram og fundu einstaklinginn í raun og veru bara með því að rekast í hann.“ Slökkvistörf hófust eftir að manninum hafði verið komið út og Guðjón segir þau hafa fengið vel. „Síðan tók við talsverð vinna við að rífa úr loftum. Þetta er gamalt hús, timburgólf og einangrað með hefilspæni, þannig glóðir sátu í því.“ Íbúar á öðrum hæðum hússins komu sér út af sjálfsdáðum; annars vegar kona með hund á efri hæð og einnig maður á neðri hæð. Guðjón segir íbúðina ónýta en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins. Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi en eldsupptök liggja ekki fyrir. „Núna er slökkvilið búið að afhenda lögreglu vettvang og á eftir verður hafin forvinna við að greina eldsupptök,“ segir Guðjón. Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm „Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku.“ Upplýsingar um ástand mannsins liggja ekki fyrir. „Þetta var vissulega alvarlegt vegna þess að það var mikill og dökkur reykur og reykkafarar okkar sáu ekkert. Þurftu bara að þreifa sig áfram og fundu einstaklinginn í raun og veru bara með því að rekast í hann.“ Slökkvistörf hófust eftir að manninum hafði verið komið út og Guðjón segir þau hafa fengið vel. „Síðan tók við talsverð vinna við að rífa úr loftum. Þetta er gamalt hús, timburgólf og einangrað með hefilspæni, þannig glóðir sátu í því.“ Íbúar á öðrum hæðum hússins komu sér út af sjálfsdáðum; annars vegar kona með hund á efri hæð og einnig maður á neðri hæð. Guðjón segir íbúðina ónýta en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins. Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi en eldsupptök liggja ekki fyrir. „Núna er slökkvilið búið að afhenda lögreglu vettvang og á eftir verður hafin forvinna við að greina eldsupptök,“ segir Guðjón. Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira