Að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi lentu báðir bílar utan vegar, annar þeirra á hvolfi en hinn á hjólunum. Rannsókn sé enn í gangi á vettvangi og reynt að klára hana eins fljótt og hægt er.
Vonast er til að hægt verði að opna aftur fyrir umferð fyrir klukkan 19 en það veltur á því hvenær tæknideild lögreglunnar klárar vinnu sína á vettvangi. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.
Uppfært: Búið er að opna aftur fyrir umferð um veginn.