Björgvin Karl endaði sextándi á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 06:30 Björgvin Karl Guðmundsson var með á elleftu heimsleikunum í röð. @bk_gudmundsson Bandaríkjamaðurinn James Sprague og ástralska konan Tia-Clair Toomey urðu um helgina heimsmeistarar í CrossFit. Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira