Þyrluflugmenn uggandi: „Klárt að þetta hefur neikvæð áhrif“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2024 15:08 Umræða um hvort erlend þyrlufyrirtæki lúti sömu kröfum og íslensk hefur sprottið upp í ferðaþjónustunni. Vísir Íslenskir þyrluflugmenn hafa áhyggjur af öryggi og eftirliti með erlendum ferðaþjónustufyrirtækjum sem sinna þyrluflugi hérlendis. Nokkuð er um að öryggisáætlunum sé ábótavant, bæði hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum að sögn sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira